HUSQVARNA

Í maí 2021 var Wendel valinn umboðsmaður fyrir Husqvarna í framhaldi af því að Husqvarna Construction hóf framleiðslu á gólfslípivélum og iðnaðarryksugum sem áður voru framleiddar undir merkjum HTC.

Umboðið sem Wendel fer með nær yfir iðnaðarryksugur, vatnssugur, lofthreinsibúnað, gólfslípivélar og afrifsvélar fyrir gólfdúka,  ásamt tilheyrandi prófunarbúnaði, efnavörum fyrir steingólf og slípiverkfærum.

HusqvarnaCP framleiðir hágæða vörur og tæki og má þar meðal annars nefna að þeir nota vottaðar Hepa síur í ryksugurnar frá sér en þær skila einstaklega góðum loftgæðum og halda vinnustaðnum hreinum, sjá nánari upplýsingar hér.

Husqvarnacp hafa verið duglegir að koma með fræðsluefni um viðhald á tækjum og vörum frá þeim sem við höfum tekið saman og sett í fræðsluhornið okkar á vefnum. Þar má m.a. finna fræðsluefni um viðhald og hreinsun á lofthreinsibúnaði og ryksugum auk fræðsluefnis um Superfloor gólfslípun. Það nýjasta frá þeim er Tool Selector eða Verkfæraval þar sem hægt er að fletta upp hvaða slípiverkfærum og efnum Husqvarna mælir með til að ná réttri áferð á gólf með gólfslípun.

Við hjá Wendel erum afar ánægð og spennt yfir nýju samstarfi við Husqvarna Construction.