Sealer og þéttiefni TOPICAL GUARD

TOPICAL GUARD sealer er silan-acril þéttiefni sem hannað er til að nota á slípað yfirborð steinsteyptra gólfa sem þarfnast verndar gegn vökva eða öðrum efnum.

Husqvarna TOPICAL GUARD sealer, þéttiefni, dregur úr hugsanlegum skaða af völdum vatnskenndra vökva, fitu, olíu og annarra óhreininda.

Þessi sealer er auðveldur í notkun.

Árangur af notkun þessa þéttiefnis veltur á efni og frásogi yfirborðsins. Einnig getur efni og meðferð yfirborðsins leitt til mismunandi viðnáms gegn blettavörn.

Husqvarna TOPICAL GUARD sealer myndar vörn sem ver yfirborðið gegn blettum. Það eykur gljáa yfirborðsins við slípun en einnig skerpir það lit og útlit gólfsins.

Í grundvallaratriðum verður engin eða mjög lítil breyting á lit yfirborðs en það dregur verulega úr vatnsupptöku. Virku innihaldsefnin eru UV-ónæm og gulna því ekki.

Þó þéttiefnið myndi örþunna filmu helst yfirborðið opið og andar.

 Kostir TOPICAL GUARD sealer:

  • Auðvelt í notkun. Þornar hratt, full þornað innan 2-5 klst.
  • Ekki eldfimt. Ekki eitrað. Lítil lykt.

 Ókostir TOPICAL GUARD sealer

  • Næmt fyrir frosti ef það er borið á í kulda.
  • Eins og önnur þéttiefni sem verja slitflöt þarf reglulega endurnýjun

Þetta er frábær Sealer frá Husqvarna fyrir yfirborðslokun.

 

Tæknilegar upplýsingar
Husqvarna
Sealer og þéttiefni  
TOPICAL GUARD
Magn 20 lítrar
Öryggisblað Sjá hér
Tæknilegar upplýsingar Sjá hér

 

Sealer og þéttiefni TOPICAL GUARD

HUSQVARNA

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða Myndband

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur