Ráðleggingar og fræðsla um gólfslípun

Okkur finnst mikilvægt að verktakar og aðrir iðnaðarmenn geti nálgast ráðleggingar og annan fróðleik um gólfslípun á einfaldan og aðgengilegan hátt.

Leiðbeiningar um gólfslípun með Husqvarna búnaði

Husqvarna leggur mikinn metnað í leiðbeiningar um gólfslípun með búnaði frá þeim og til að gera enn betur höfum við efnið aðgengilegt á þessari síðu fyrir okkar viðskiptavini.

Hvernig gólf ertu að slípa og hvernig áferð viltu ná?

Hér finnur þú ýmsar ráðleggingar um hvernig gólfslípibúnað, vélar og verkfæri æskilegt er að nota til að ná ákveðnum gljáa, útliti, áferð og öðrum einkennum á steinsteypt gólf.