Verkfæraval fyrir gólfslípun - Tool Selector

Verkfæraval Husqvarna (Tool Selector) er hægt að nálgast í vafra á vef Husqvarna og er einfalt og þægilegt í notkun.

Með því að nota Verkfæraval Husqvarna eða svokallaðan Tool Selector er auðvelt að skoða hverju Husqvarna mælir með svo hægt sé að kaupa réttu demantsverkfærin og efnin fyrir hverja gólfslípun.

Að ná réttri áferð á gólf með gólfslípun snýst ekki aðeins um hvaða gólfslípivél er notuð heldur einnig um val á demantsverkfærum og efnum. Að vita nákvæmlega hvaða slípiverkfæri, demanta, padsa, slípiklossa, þéttiefni, fylliefni og herði á að nota og í hvaða röð getur verið áskorun jafnvel fyrir reyndustu fagmenn og sérfræðinga.

Hvert og eitt verkefni er einstakt og Verkfæraval Husqvarna er eins og stafrænn aðstoðarmaður. Víðtæk notkunarþekking Husqvarna og sérfræðiþekking þeirra á demantaverkfærum sameinast þar á einum stað svo hægt sé að nálgast upplýsingar um ákjósanlegasta sett af demantsverkfærum og efnum til að nota fyrir hvert verkefni.

Þegar verkfæraval er notað er byrjað á að velja hvernig gólf á að vinna og þá áferð á sem ætlunin er að fá.  Þá er skráð stærð eða fermetrafjöldi á gólffleti og hvaða slípivél ætlunin er að nota. Þegar öll þessi viðmið hafa verið slegin inn þá kemur listi yfir slípiklossa, slípipadsa og efni sem mælt er með að nota og er þetta birt í réttri notkunarröð.

 

Tæknilegar upplýsingar

Smelltu hér til að prófa verkfæraval í vafra hjá Husqvarna. 

 

Verkfæraval fyrir gólfslípun - Tool Selector

HUSQVARNA

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur