Þjónusta og verkstæði hjá Wendel ehf

Viðgerðarþjónusta hjá Wendel

Hjá Wendel er viðskiptavinum boðið upp á viðgerðarþjónustu. Við tökum að okkur allt viðhald, viðgerðir og þjónustu á öllum vélum, tækjum og verkfærum sem seld eru hjá okkur.

Hröð og góð þjónusta hjá Wendel

Hjá Wendel leggjum við ríka áherslu á hraða og góða þjónustu og leggjum metnað í að tæki og vélar viðskiptavina okkar komist í rekstur að nýju sem allra fyrst.

Verkstæði Wendel að Vagnhöfða 8

Verkstæði Wendel fyrir viðgerðir og þjónustu er staðsett að Vagnhöfða 8 og er mjög vel tækjum búið.

Wendel í samstarfi við aðra þjónustuaðila

Auk þess að vera með viðgerðarþjónustu erum við hjá Wendel einnig í samstarfi við nokkra aðra aðila um þjónustu á tækjum frá okkur og má þar nefna m.a. VHE og Tæknivélar.

Varahlutaþjónusta hjá Wendel

Hjá Wendel er varahlutaþjónusta og eru varahlutir oftast nær fáanlegir í vélar og tæki í mörg ár eftir að sölu líkur. Lögð er áhersla á að útvega rétta varahluti frá okkar birgjum fljótt og örugglega.

Reglulegt viðhald á tækjum frá Wendel

Wendel leggur ríka áherslu á að viðskiptavinir sinni reglulegu viðhaldi og fari vel með tæki, vélar og verkfæri en reglulegt viðhald er nauðsynlegt svo búnaður starfi rétt og endist eins og kostur er.

Reynslumiklir starfsmenn hjá Wendel

Hjá Wendel starfa reynslumiklir starfsmenn við þjónustu og viðgerðir sem leggja metnað í að skila frá sér góðu og vel unnu verki fljótt og örugglega.

Hafðu samband við Wendel þegar þig vantar þjónustu

Við bendum viðskiptavinum á að hafa samband við okkur hjá Wendel í síma 551-5464 eða senda okkur tölvupóst á wendel@wendel.is ef og þá þegar þörf er á viðgerðarþjónustu eða varahlutaþjónustu.