Reikningsviðskipti

A.Wendel ehf býður viðskiptavinum reikningsviðskipti þar sem vörukaup eru færð í reikning og er úttektartímabil almanaksmánuðurinn. Gjalddagi 10. dagur næsta mánaðar og eindagi er 15. sama mánaðar.

Greiðsluskilmálar

Gjalddagi er 10. dag mánaðar og eindagi er 15. þess sama mánaðar. Þegar eindaga greiðsluseðils ber upp á helgi eða frídag er mikilvægt að greiða reikning síðasta virka dag fyrir eindaga.

Greiðsluseðlar og greiðslugjald

Reikningar eru sendir út í upphafi hvers mánaðar, krafa stofnast í heimabanka en ekki er sendur greiðsluseðill.

Vaxtakjör og innheimtukostnaður

Sé reikningur ekki greiddur á eindaga reiknast dráttarvextir frá gjalddaga. Falli skuld í eindaga er send innheimtuviðvörun og innheimtubréf og kostnaður vegna þess skuldfærður á viðskiptareikning.

Lögfræðiinnheimta

Vísað er til laga nr. 95/2008 og reglugerðar varðandi innheimtugjöld.
Sé innheimtuviðvörun og innheimtubréfi ekki sinnt þá er krafan send í lögfræðiinnheimtu.

Rafrænir reikningar og tölvupóstur

Viðskiptavinir geta óskað eftir því að fá senda rafræna reikninga og/eða reikninga í tölvupósti.

Umsókn um reikningsviðskipti

Þeir sem eru í forsvari fyrirtækja, svo sem forstjórar, fjármalastjórar eða aðrir prókúruhafar fyrirtækis geta sótt um reikningsviðskipti hjá A.Wendel ehf.

Skilyrði fyrir samþykki á reikningsumsókn

Viðkomandi má ekki vera á vanskilaskrá hjá Creditinfo Ísland og að CIP áhættumat fyrirtækis sé ekki hærra en 7.

Um ábyrgðarmann

Ábyrgðarmaður þarf að vera fasteignareigandi og má ekki vera á vanskilaskrá hjá Creditinfo Ísland.

Fjárhæð reikningsheimildar

Ef farið er fram á reikningsheimild yfir 250.000 kr. er nauðsynlegt að skrifa undir sjálfskuldarábyrgð.

Hvernig er sótt um reikningsviðskipti?

Til að sækja um reikningsviðskipti er hægt að smella á hlekkinn hér fyrir neðan og fylla út formið sem opnast. Skila þarf forminu útfylltu og undirrituðu til A.Wendel ehf, Tangarhöfða 1, Reykjavík.


Umsókn um reikningsviðskipti


Nánari upplýsingar

Vinsamlegast hafið samband við wendel@wendel.is varðandi nánari upplýsingar.