Um fyrirtækið

A. Wendel ehf. var stofnað árið 1957 af Adolf Wendel. Fyrirtækið haslaði sér þegar völl á sviði innflutnings og sölu á vélum til mannvirkjagerðar, gatnagerðar, húsbygginga og iðnaðar. Fyrirtækið hefur oft rutt nýjum vörum og tækni braut hér á landi, meðal annars vélasamstæðuna sem notuð var til að steypa Keflavíkurveginn, titrings valtrara og jarðvegsþjöppur, fyrstu kantsteypuvél fyrir gangstéttakanta í Evrópu frá Power Curber í USA, Epoke salt og sanddreifara til hálkueyðingar á vegum og gangstéttum, beygjuvélar og klippur fyrir steypustyrktarstál.

Nú selur fyrirtækið aðallega tæki til vinnslu og niðurlagningar á steypu og malbiki, búnað til snjóruðnings og hálkueyðingar á vegum, umferðaröryggisbúnað í sambandi við vegavinnu, vatnsdælur fyrir verktaka, götuhreinsibíla og allan tækjabúnað til notkunar við sögun og kjarnaborun á steinsteypu og malbiki.

Meðal umboða eru Adamas, Ammann, Diamond, Epoke, Hilltip, HTC, Husqvarna, Faun, Överaasen, Tuchel.

Fyrirtækið flutti í núverandi húsnæði í Júní 2007.

Árið 2022 er sjötta árið í röð sem A.Wendel efh er á meðal 2% fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði greiningar Creditinfo á Framúrskarandi fyrirtækjum og 2,3% fyrirtækja hjá Viðskiptablaðinu og Keldunni á Fyrirmyndarfyrirtækjum í rekstri. Hér má sjá fréttir um viðurkenningarnar síðustu ár:  2019, 2020, 2021, 2022.