Herðir fyrir steingólf CURE(L)

Husqvarna CURE (L) er herðir fyrir steinsteypt gólf.

Cure (L) er tilvalinn herðir fyrir steinsteypt gólf utanhúss.  CURE (L) herðirinn hefur tiltölulega hægari viðbragðstíma en önnur sambærileg efni auk þess sem minni seigja gerir honum kleift að komast algjörlega inn í gólfið áður en hann harðnar.

Herðir Husqvarna CURE (L) er ekki eins viðkvæmur fyrir raka og vatni og önnur sambærileg efni sem gerir hann tilvalinn til notkunar utanhúss og þar sem hætta er á frosti.

Husqvarna CURE (L) herði er best að nota til að herða og auka þéttleika yfirborðs vélslípaðra steingólfa sem og við slípun steingólfa á milli þrepa.  

Þetta er herðir sem hægt er að nota á steinsteypt gólf og Terrazzo.  Herðirinn hentar vel fyrir iðnaðargólf, gólf í verslunarrýmum og heimilum.

Þessi kísilblandaði herðir eykur þéttleika og hörku steinsteypu og dregur þannig úr ágangi vökva og annarra óhreininda á steypt yfirborð.

Herðirinn hentar bæði til notkunar innan- og utanhúss.

 

Tæknilegar upplýsingar
Husqvarna herðir  CURE(L)
Magn 20 lítrar
Öryggisblað Sjá hér
Tæknilegar upplýsingar Sjá hér

 

Herðir fyrir steingólf CURE(L)

HUSQVARNA

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða Myndband

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur