Herðir fyrir steingólf CURE(K)

Husqvarna CURE (K) er herðir fyrir steinsteypt gólf.

Cure (K) herðir er notaður til að auka þéttleika og herða véslípuð steingólf sem og við slípun steingólfa á milli þrepa. Cure (K) herðir virkar tiltölulega fljótt og er með mikla seigju og því tilvalinn til herðingar eða þéttingar snemma í slípunarferlinu

Husqvarna CURE (K) herði er hægt að nota á steinsteypt gólf og Terrazzo. Herðirinn hentar vel fyrir iðnaðargólf, gólf í verslunarrýmum og heimilum. Hægt er að nota hann bæði inni og úti.

Þetta er herðir sem veitir steyptum gólfum aukið slit- og rispuþol auk þess sem hann bætir blettaþol og rykbindur yfirborð gólfsins.

Husqvarna CURE (K) herðir bætir líftíma steinsteyptra gólfa, allt frá nýjum gólfum til áratuga gamalla steingólfa.  Herðirinn veldur litlum sem engum breytingum á lit og yfirborðið helst opið.

Cure (K) frá Husqvarna er frábær herðir til að auka þéttleika yfirborðs steinsteyptra gólfa.

 

Tæknilegar upplýsingar
Husqvarna herðir  CURE(K)
Magn 20 lítrar
Öryggisblað Sjá hér
Tæknilegar upplýsingar Sjá hér

 

Herðir fyrir steingólf CURE(K)

HUSQVARNA

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða Myndband

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur