Superfloor - skref fyrir skref

Superfloor gólfslípikerfi frá Husqvarna - skref fyrir skref.

Hér koma upplýsingar um Superfloor golfslípunar ferlið. Þetta eru öll skrefin í ferlinu en það fer svo  eftir því hvort valin sé Satín, Gull, Silfur eða Platínu áferð hvaða skref þarf að taka. Einnig fer það eftir eiginleikum og gerð steypunnar í gólfinu hvort þörf sé  á öllum þrepunum í ferlinu sem valið er eða hvaða þrep eru valin. Þetta þarf að meta fyrir hvert einstakt gólf fyrir sig.

Áður er byrjað er að slípa gólfið getur verið gott að mæla hörkuna á gólfinu með prófunarbúnaði Husqvarna.

 1. Skref 1. Grófslípun. Óhreinindi fjarlægð af gólfinu. Notaðir eru slípiklossar úr stáli með grófleika 25-30# ATH að slípa skal þvert á síðustu gólfslípun í hverju skrefi, slípað skal vel út í öll horn í hverju skrefi og gólfið ryksugað vel á milli skrefa.
 2. Skref 2. Gólfslípun með stál - slípiklossum með grófleika 50-80#. Aukin afköst fást með úðun til kælingar.
 3. Skref 3. Nú er bleytt upp í gólfinu og það haft þannig í 20 mínútur. Vatnið er síðan fjarlægt af gólfinu. Fylliefni GM 3000 eða fylliefni GM+ er sett á gólfið en það er múrefni til að fylla upp í litlar sprungur eða göt. Velja skal fylliefni eftir stærð á götum og hve mikið þarf að fylla upp í.
 4. Skref 4. Gólfið er nú slípað með stál-slípiklossum með grófleika 100-150#.
 5. Skref 5. Þegar gólfslípun í skrefi 4 er lokið er Cure L herðir settur á gólfið. Herðirinn er hafður á gólfinu í u.þ.b. 8 klukkustundir.
 6. Skref 6. Fín-slípun með Resin þ.e. plast slípipödsum t.d. SF slípipads með EZ Change Click festingu eða DF slíppads með Velcro festingu -  með grófleika 100#.
 7. Skref 7. Fín-slípun með Resin þ.e. plast slípipödsum t.d. SF slípipads með EZ Change Click festingu eða DF slíppads með Velcro festingu -  með grófleika 200#.
 8. Skref 8. Fín-slípun með Resin þ.e. plast slípipödsum t.d. SF slípipads með EZ Change Click festingu eða DF slíppads með Velcro festingu -  með grófleika 400#.
 9. Skref 9. Polering með Resin þ.e. plast slípipödsum t.d. SF slípipads með EZ Change Click festingu eða  DF slíppads með Velcro festingu -  með grófleika  800#.
 10. Skref 10. Polering með Resin þ.e. plast slípipödsum t.d. SF slípipads með EZ Change Click festingu eða  DF slíppads með Velcro festingu -  með grófleika 1.500#.   Eftir síðustu umferð slípunar er mikilvægt að mæla gljástig og grófleika gólfsins með prófunarbúnaði og mælum frá Husqvarna til að athuga hvort réttum markmiðum sé náð.
 11. Skref 11. Síðasta skrefið í þessu ferli er að setja þéttiefni á gólfið til að loka yfirborði þess. Þéttiefnið Premium Guard SB er frábært þéttiefni frá Husqvarna sem hentar mjög vel til þessa verks. Til þess að fá einstaklega fallegan gljáa á yfirborðið er gott að ljúka þessari yfirferð með því að  pússa yfir gólfið með Hiperclean Pads með grófleika 3000#.  Að lokum er svo góð venja að mæla viðnám gólfsins með viðnámsmæli til að ganga úr skugga um að gólfið sé ekki of sleipt svo enginn renni til á gólfinu.

 

Tæknilegar upplýsingar

Hér er hægt að nálgast töflu með upplýsingum um hvaða skref þarf að taka í Superfloor ferlinu þegar ætlunin er að ná fram  Platínu, Silfur, Gull eða Satín áferð.

Vinsamlegast hafið samband við sölumenn okkar hjá Wendel í síma 551-5464 til að fá nánari upplýsingar um Superfloor gólfslípun.

 

Superfloor - skref fyrir skref

HUSQVARNA

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða Bæklingur Myndband

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur