Gljámælir fyrir steingólf Rhopoint IQ

Gljámælir eða glansmælir GLOSS & DOI METER RHOPOINT IQ frá Husqvarna.

Gljámælir Rhopoint IQ er nettur og færanlegur glansmælir til að mæla gljástig á steingólfum. Þessi gljámælir greinir vandmál sem aðrir almennir gljámælar ná ekki að mæla.

Þessi gljámælir skoðar hvernig ljós endurkastast frá yfirborði þess gólfflatar sem verið er að mæla. Gljámælir Rhopoint IQ mælir glans (GU) við 20°, 60° og 80°, DOI og Haze með einum smelli.

Þessi gljámælir er lítill og nettur með auðlesnum litaskjá með stillanlegri birtu.

Gljámælir Rhopoint IQ er ætlaður til notkunar til að staðfesta eiginleika á yfirborði steingólfa á meðan á gólfslípun stendur og eftir að gólfslípun er lokið. Til dæmis eru tilgreindir lágmarks og hámarks mælikvarðar GU og DOI fyrir Husqvarna SUPERFLOOR.

 

Tæknilegar upplýsingar

Vörunúmer: 96593311501

Prófunarbúnaður frá Husqvarna fyrir steypt yfirborð og steingólf er sérstaklega gerður til að hjálpa þeim sem vinna við gólfslípun að sannreyna útlit og yfirborðsáferð steinsteyptra gólfa eftir gólfslípun og/eða póleringu á steinsteyptum gólfum.

Allar prófanir með prófunarbúnaði Husqvarna fara eftir vel skilgreindum gólfslípiferlum eins og  Superfloor og Hipertrowel.

Vinsamlegast hafið samband við sölumenn okkar hjá Wendel í síma 551-5464 til að fá nánari upplýsingar um prófunarbúnað fyrir steingólf.

 

Gljámælir fyrir steingólf Rhopoint IQ

HUSQVARNA

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur