Viðnámsmælir BOT 3000E

Viðnámsmælir BOT 3000E er hágæða mælir frá Husqvarna til að mæla viðnám eða mótstöðu á steinsteyptum gólfum og steingólfum.

Viðnámsmælir sem mælir hvort steingólf séu sleip eða stöm

Viðnámsmælir BOT 3000E frá Husqvarna er færanlegur mælir þ.e. lítið mælitæki sem notað er til að mæla viðnám steingólfa þ.e. hvort þau séu sleip eða stöm.

Viðnámsmælir sem mælir viðnám á blautu og þurru gólfi

Viðnámsmælir BOT 3000E mælir bæði DCOF og SCOF bæði á þurru og blautu yfirborði.  DCOF mælingar ákvarða hversu mikill núningur er þegar gengið er á gólfinu og SCOF mælingar þegar staðið er á gólfinu.

Er hætta á að einhver renni á gólfinu? Er það of sleipt?

Niðurstöður á mælingum með viðnámsmæli BOT 3000E frá Husqvarna hjálpa til að meta líkurnar á því hvort yfirborð steingólfa stuðli að því að einhver renni og/eða detti.

Viðnámsmælir BOT 3000E með ANSI A326.3

Viðnámsmælir BOT 3000E er hæfur til notkunar með ANSI A326.3 „American National Standard Test Method for Measuring Dynamic Coefficient of Friction of Hard Surface Flooring Materials“.

Þú smellir á hnapp og sérð niðurstöðu viðnámsmælinga á skjá

Viðnámsmælir BOT 3000E er mæling þar sem ýtt er á hnapp til að framkvæma mælinguna. Auðvelt er að sjá niðurstöður mælinga á skjá, prenta þær á blað eða vista og flytja yfir í tölvu.

Með viðnámsmæli getur þú sannreynt yfirborðsáferð steingólfa

Með viðnámsmæli BOT 3000E getur þú sannreynt yfirborðsáferð gólfa eftir gólfslípun og/eða póleringu. Allar mælingarnar fara eftir vel skilgreindum ferlum eins og  Superfloor og Hipertrowel.

 

Tæknilegar upplýsingar

Vörunúmer: 96531185001

Vinsamlegast hafið samband við sölumenn okkar hjá Wendel í síma 551-5464 til að fá nánari upplýsingar um prófunarbúnað fyrir steingólf.

 

Viðnámsmælir BOT 3000E

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur