- Vetrarbúnaður
- Verkfæri
- Gólfslípun
- Umferðaröryggi
- Merkisprey
- Vinnuvélar og tæki
- Gatnahreinsibúnaður
- Holræsabúnaður
- Mælitæki
- Fyrir húsfélög
- Efnavörur
- Fræðsluhornið
- Flugvallarbúnaður
- Notuð tæki
Prófunarbúnaður fyrir hörku á steingólfum
MOH Prófunarbúnaður fyrir hörku á steingólfum
Hörkupróf MOH er prófunarbúnaður frá Husqvarna til að ákvaða hörku á steinsteyptum gólfum. Með því að gera einfalt rispupróf með þessum prófbúnaði á gólfi sem ætlunin er að slípa (steinsteyptu eða öðru steingólfi) er auðveldara að velja réttu slípiverkfærin fyrir viðkomandi gólf þ.e. réttu slípiklossana.
Þetta er eitt fremsta verkfærið sem notað er í gólfslípunariðnaði, til að ákvarða hörku í yfirborði steinsteyptra gólfa. Hörkupróf MOH er sérstaklega útbúið með sérsniðnum íhlutum, leiðbeiningum og hörku kvörðum til notkunar fyrir fagmenn í gólfslípun.
Þetta sett inniheldur 8 hörku punkta Mohs frá Mohs '2 til Mohs' 9. Hörkupunktarnir eru festir í nikkelhúðuðum kopar, litamerktir og númerastimplaðir með tvöfaldan endapinna. Hörkupunktarnir eru gerðir úr málmum og málmblöndum sem samsvarar hörku Mohs þannig að þeir brotna ekki og auðvelt er að skerpa þá aftur þegar á þarf að halda.
Með MOH kvarðanum getur þú ákveðið hvaða demantsverkfæri hentar best að nota til að ná sem bestri gólfslípun.
Í meðfylgjandi bæklingi er sýnt hvaða slípiverkfæri er æskilegt að velja miðað við niðurstöðu úr hörkuprófi MOH.
Tæknilegar upplýsingar
Prófunarbúnaður frá Husqvarna fyrir steypt yfirborð og steingólf er sérstaklega gerður til að hjálpa þeim sem vinna við gólfslípun að sannreyna útlit og yfirborðsáferð steinsteyptra gólfa eftir gólfslípun og/eða póleringu á steinsteyptum gólfum.
Allar prófanir með prófunarbúnaði Husqvarna fara eftir vel skilgreindum gólfslípiferlum eins og Superfloor og Hipertrowel.
Vinsamlegast hafið samband við sölumenn okkar hjá Wendel í síma 551-5464 til að fá nánari upplýsingar um prófunarbúnað fyrir steingólf.
Fleiri myndir