Slípiklossar EP D fyrir háglans áferð á steinsteypt gólf

Slípiklossar Elite-Polish EP D frá Husqvarna eru einstakir slípiklossar fyrir gólfslípivélar til að ná háglans áferð. Þetta er ný útgáfa af slípiklossum sem hétu áður EZ SP Super Polishing.

Slípiklossar EP D á gólfslípivélar fyrir háglans áferð

Elite-Polish EP D eru afkastamiklir slípiklossar fyrir gólfslípivélar og henta sérstaklega vel fyrir póleringu á allar tegundir steinsteyptra gólfa þegar kröfur eru um að ná háglans áferð.

Slípiklossar sem þurfa hvorki skrúfur né króka

Slípiklossar EP D eru tengdir með EZchange festingum frá Husqvarna sem þýðir að það þarf engar skrúfur né króka til að festa slípiklossana á gólfslípivélarnar.

Með slípiklossum EP D fæst hámarks gljái með færri skrefum

Slípiklossar EP D eru til  í mörgum grófleikum og eru gerðir til að ná hámarks gljáa með færri skrefum. Slípiklossarnir fást frá grófleika #30 upp í #3000 og hafa framúrskarandi slípieiginleika.

Úrval af hágæða demants verkfærum fyrir gólfslípivélar

Husqvarna framleiðir mikið úrval af hágæða demants slípiverkfærum fyrir margar tegundir gólfslípivéla og má hér sjá gott yfirlit yfir demants verkfæraseríurnar frá þeim.

 

Tæknilegar upplýsingar

Slípiklossar Elite-Polish EP D

EP D Litur Grófleiki Tengi Kæling Mynd Vörunúmer
EP 30D  Grár #30 EZchange™ Wing Þurr 96546157001
EP 50D Brúnn #50 EZchange™ Wing Þurr 96546157002
EP 100D Svartur #100 EZchange™ Wing Þurr 96546157003
EP 200D Blár #200 EZchange™ Wing Þurr 96546157004
EP 400D Rauður #400 EZchange™ Wing Þurr 96546157005
EP 800D Hvítur #800 EZchange™ Wing Þurr 96546157006
EP 1500D Gulur #1500 EZchange™ Wing Þurr 96546157007
EP 3000D Grænn #3000 EZchange™ Wing Þurr 96546157008

Eldri útfærsla slípiklossar EZ SP Super Polishing

Tegund slípunar EZ SP Litur Grófleiki Tengi Mynd Vörunúmer
Grófslípun EZ SP3 Grár #40 EZchange 96529640403
Grófslípun EZ SP4 Brúnn #80 EZchange 96529640404
Slípun EZ SP5 Svartur #100/150 EZchange 96529640405
Slípun EZ SP6 Blár #200 EZchange 96529640406
Slípun EZ SP7 Rauður #400 EZchange 96529640407
Fínslípun EZ SP8 Hvítur #800 EZchange 96529640408
Fínslípun EZ SP9 Gulur #1500 EZchange 96529640409
Fínslípun EZ SP10 Grænn #3000 EZchange 96529640410

 

Slípiklossar EP D fyrir háglans áferð á steinsteypt gólf

HUSQVARNA

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða Bæklingur Myndband

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur