Slípiklossar EZ SMHXX fyrir slípun steypugólfa

Verkfærasería EZ SMHXX frá Husqvarna tilheyrir EZ system seríunni.

Slípiklossar í verkfæraseríu SMHXX frá Husqvarna eru hágæða stálverkfæri með demöntum. Þessir slípiklossar eru sérstaklega hannaðir og gerðir fyrir slípun steinsteypugólfa með gólfslípivélum.

Slípiklossar EZ SMHXX eru gerðir fyrir allar tegundir af steinsteypu.

EZ SMHXX serían samanstendur af fimm mismunandi tegundum af slípiklossum þar sem hver flokkur er ætlaður fyrir mismunandi mjúk eða hörð steypugólf.  Flokkarnir heita S (Soft), M (Medium), H (Hard), X (Xtreamly hard) og XX (Nothing else makes the cut).

Slípiklossar EZ S. Þessi sería er þróuð til að slípa mjúkan fleti. Mjúk steypa, malbik eða önnur opin efni eru oft mjög slítandi efni (abrasive)  og slípiklossar eiga þá á hættu að slitna fljótt ef ekki er valið skynsamlega. EZ S slípiklossar hentar virkilega vel í slíkt efni.

Slípiklossar EZ M. M-serían er einkum gerð fyrir miðlungs harða steypu og í sumum tilvikum einnig fyrir náttúrustein og terrazzo.

Slípiklossar EZ H.  H-serían hefur alveg sérstaka demanta og einstaka eiginleika til að vinna á skilvirkan hátt við slípun á miðlungs harðri til harðri steypu.

Slípiklossar EZ X. Slípiklossar sem tilheyra seríu X eru þróaðir til grófslípunar á mjög harðri steypu. Að slípa mjög harða steypu getur verið mikil áskorun og þessi sería er fullkomin við erfiðar aðstæður.

Slípiklossar EZ XX. XX serían er sérstaklega samsett og hönnuð til að slípa einstaklega harða steypu þar sem ekkert annað dugar og ekki nægir að nota slípiklossa úr seríu X.

Hægt er að fá prófunarbúnað til að ákvarða hörku á steingólfum til að auðvelda val á réttum slípiklossum, sjá hér.

 

Tæknilegar upplýsingar
Tegund slípunar Litur S M H X XX Grófleiki
Grófslípun Gull S2 M2 H2 X2 XX2 #25
Grófslípun Grár S3 M3 H3 X3 XX3 #40
Gólfslípun Brúnn S4 M4 H4 X4 XX4 #80
Slípun Svartur S5 M5 H5 X5 - #100/ #150

Skannaðu QR kóðann og náðu í Husqvarna appið
sem hjálpar þér að velja réttu slípiverkfærin.

   

 

Slípiklossar EZ SMHXX fyrir slípun steypugólfa

HUSQVARNA

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða Bæklingur

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur