Hepa 13 síur þegar loftgæði skipta máli

Verktakar bera ekki aðeins ábyrgð á sinni eigin heilsu og öryggi þegar notaður er búnaður sem myndar ryk heldur bera þeir einnig ábyrgð á heilsu þeirra sem vinna í kringum þá. Við þróun á vörum hjá Husqvarna fyrir byggingariðnaðinn hefur hreint vinnuumhverfi ávallt verið lykilatriði.

Lykillinn að góðri ryklosun og lofthreinsun er að tryggja að notað sé nægilega kraftmikil ryksuga eða lofthreinsitæki og að hægt sé að grípa rykið eins nálægt rykmynduninni og mögulegt er. Mikilvægt er að velja rétt lofthreinsitæki sem hentar hverju verkefni fyrir sig.

Ryk á vinnustað getur aukið slit á vélum og tækjum auk þess sem það getur verið hættulegt að leyfa því að dreifast um vinnusvæði. Husqvarna er með gríðarlega sérfræðiþekkingu á gólfslípun og hefur því sérhæft sig í að bjóða upp á samþættar lausnir á ryksugum fyrir gólfslípivélar þar sem mikil rykmyndun er eðlilegur fylgifiskur gólfslípunar.  

 

Hvernig er hægt að halda vinnustað öruggum og hreinum?

Ein besta leiðin til að halda ryki í skefjum er með því að nota vatn þar sem það er hægt t.d. við blautslípun, blautborun, blautsögun eða gólfhitafræsun en þá er hægt að tengja vatnssugu frá Husqvarna við búnaðinn og soga vatnið og drulluna upp jafnóðum.

Við gólfslípun t.d. við póleringu á steinsteypu þar sem vatn er ekki notað er best að tengja öfluga og góða ryksugu við gólfslípivélina og fanga rykið eins fljótt og hægt er.  Eins og áður segir ætti alltaf að nota ryksugu með næga afkastagetu fyrir viðkomandi verkefni en auk þess ætti ryksugan ávallt að vera með HEPA H13 síum.  Athuga skal að hefðbundnar ryksugur þ.e. heimilisryksugur geta ekki fangað allar rykagnir sem hægt er að anda að sér og ætti aldrei að nota í þessum tilgangi.

Til viðbótar því að nota öfluga iðnaðarryksugu er auðveld leið til að draga enn frekar úr magni öndunarryks í loftinu að nota sérstakan lofthreinsibúnað frá Husqvarna sem búinn er vottaðri HEPA H13 síu með 99,99% skilvirkni við 0,3 míkron sem gerir það að verkum að lofthreinsirinn setur frá sér einstaklega góð loftgæði og veitir því aukna vernd fyrir alla starfsmenn á nærliggjandi svæðum.

Til að tryggja enn meiri vernd gegn miklu eða langvarandi ryki ættu starfsmenn ávallt að nota viðeigandi öndunargrímu eða rykgrímu.

Vertu öruggur

Rykagnir sem sveima í loftinu á byggingarsvæðum geta innihaldið fjölda mismunandi efna. Sum af þessum efnum geta verið skaðleg og ertandi við innöndun svo sem asbesttrefjar, kristallaður kísill, mygla, sót, PCB og ákveðnar örverur. Ryk frá slípun á steinsteypu getur innihaldið kristallaðan kísil sem getur verið hættulegur þegar mjög litlum ögnum er andað að sér. Þessar agnir geta þá farið niður í lungun og valdið þar alvarlegum skaða.

Þessar litlu agnir eru svo litlar og ósýnilegar berum augum en geta sveimað í loftinu tímunum saman. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að nota ávallt öflugan búnað sem grípur rykið við upptök þess og kemur í veg fyrir að það berist út í loftið.

Notkun á vottuðum hágæða iðnaðarryksugum og lofthreinisbúnaði auk notkunar á persónulegum rykvarnarbúnaði sem getur fangað jafnvel minnstu kísilagnir er besta leiðin til að meðhöndla ryk.

 

Mikið úrval af vottuðum ryksugum með Hepa H13 síu

Husqvarna bíður upp á mikil úrval af hágæða iðnaðarryksugum, lofthreinsibúnaði og vatnssugum.  Tækin eru flokkuð í mismunandi flokka eftir stöðlum og vottunum.

HEPA-sía (High Efficiency Particulate Air Filters)

HEPA er strangur staðall (EN1822:2009) sem skipt er í átta mismunandi stig. Husqvarna býður upp á stig H 13 síur sem hannaðar eru til að aðskilja > 99,95% af þeim ögnum sem erfiðast er að fanga (venjulega á milli 0,15 – 0,30 μm). Allar HEPA síurnar frá Husqvarna eru DOP-prófaðar til að tryggja síunarstig > 99,99% við 0,3 μm, umfram bandaríska staðalinn MIL-STD-282.

H-flokkun

H-flokkunin er alþjóðlegur staðall sem vottar tækið í heild en ekki aðeins síurnar (IEC-60335-2-69, EN-60335-2-69 viðauki AA). Staðallinn er flokkaður í þrjú þrep: Lágt, miðlungs og hátt.  Vottaðar ryksugur Husqvarna uppfylla háa þrepið (H) þar sem sá staðall er strangastur og hentar því vel þegar unnið er með hættuleg efni eins og kísilryk.

H-flokkunin krefst einnig ryklausrar meðhöndlunar og notar Husqvarna þess vegna Longopac slöngupoka sem hefur þann kost að hægt er að skipta um ryksugupoka á alveg lokaðan og ryklausan hátt og kemur þannig í veg fyrir að notendur verði fyrir hættulegu ryki.

Athuga þarf að það eitt að hafa H-vottaða síu þýðir ekki að ryksuga eða lofthreinsitæki sé vottað og samþykkt. Husqvarna ryksugur S13, S26, S36 og T7500 er H-flokkaðar og vottaðar af þriðja aðila.

Ryksugur, lofthreinsibúnaður og vatnssugur

Ryksugur S-línan

Ryksugur S13,S 26 og S36 eru öflugar H-flokkaðar og vottaðar eins fasa ryksugur. Þessar ryksugur eru útbúnar tveimur prófuðum og vottuðum HEPA H13 síum og eru með Longopac slöngupokakerfið.

Ryksugur T-línan

Ryksugur í T-línunni eru með öflugan mótor með mikla afkastagetu og mjög gott síukerfi.  Þær eru útbúnar tveimur til þremur prófuðum og vottuðum HEPA H13 síum auk forsíu sem hægt er að þrífa auðveldlega með Jet Pulse þrýstibúnaði. Þær eru einnig með Longopac slöngupokakerfið.

Færanlegur lofthreinsibúnaður A-línan

A-línan er einn fullkomnasti flytjanlegi lofthreinsibúnaðurinn sem til er á markaðnum í dag. Þetta er vottaður lofthreinsibúnaður sem ætlaður er til að taka fíngert ryk í loftinu sem ryksugur ná ekki. Síukerfi og hönnun ásamt vottaðri HEPA H13 síu með 99,99% skilvirkni við 0,3 míkron gerir það að verkum að þessi lofthreinsibúnaður setur frá sér einstaklega góð loftgæði.

Vatnssugur W-línan

W-línan inniheldur gríðarlega öflugar iðnaðar-vatnssugur sem hannaðar eru fyrir mjög krefjandi verkefni. Þær eru útbúnar hágæða íhlutum úr ryðfríu stáli og eru með mjög öflugan mótor. Hér má nefna að t.d. vatnssuga W70P getur sogað til sín steypudrullu, olíur og kælivökva. Dæling frá sugunum  getur farið fram á sama tíma og sog og tæming fer fram með stórum botnloka sem einfaldar alla hreinsun.

 

Tæknilegar upplýsingar

Hægt er að nálgast góðar upplýsingar um umhirðu á iðnaðarryksugum og vatnssugum á vef HusqvarnaCP.

Ef þú hefur einhverjar spurningar eða óskar eftir nánari upplýsingum vinsamlegast hafðu þá samband við sölumenn okkar hjá Wendel ehf í síma 551-5464.

 

Hepa 13 síur þegar loftgæði skipta máli

HUSQVARNA

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur