Forsuga Husqvarna C3000

Forsuga C3000 frá Husqvarna er afkastamikil forsuga sem ætluð er fyrir stór slípiverkefni.  Forsugur eru iðnaðarryksugur til að tengja við aðrar ryksugur svo hægt sé að höndla mikið magn af ryki.

Forsuga til að tengja við aðra iðnaðarryksugu

Mælt er með að tengja forsugu C3000 við iðnaðarryksugur S26 eða S36 frá Husqvarna en einnig er hægt að tengja hana við iðnaðarryksugur D20 og D30 frá HTC.

Forsuga fyrir aukna endingu á iðnaðarryksugum

Forsuga C3000 aðskilur 90% af ryki og öðru efni áður en það fer yfir í aðal ryksuguna sem eykur soggetuna til muna, lengir endingu mótorsins og dregur verulega úr tíðni viðhalds síunnar í ryksugunni.

Lengri verktími með notkun á forsíu

Með því að nota forsugu með iðnaðarryksugu við gólfslípun fæst lengri verktími án truflana. Þessi forsuga er ætluð til notkunar við þurrslípun en einnig við blautslípun.

Forsugur sem höndla erfið efni

Forsuga C3000 eykur getu iðnaðarryksugunnar til að höndla efni sem venjulega eru talin erfið meðhöndlunar eins og sót, brennandi agnir, vökvi og létt efni í miklu magni.

Forsugur C3000 með Longopac® pokakerfið

Þessar forsugur C3000 frá Husqvarna nota Longopac® pokakerfið en það tryggir að hægt sé að skipta um poka á alveg lokaðan og ryklausan hátt sem er mikilvægt fyrir umhverfið og starfsmenn.

 

Tæknilegar upplýsingar
Forsuga C3000
Rúmmál tanks 37 l
Hæð 1.580 mm
Lengd 590 mm
Breidd 730 mm
Þyngd  22 kg
Ryksugur sem hægt er að tengja við S13
S26
S36
T4000
Pokar Longopac slöngupokar

Vinsamlegast hafið samband við sölumenn okkar hjá Wendel í síma 551-5464 til að fá nánari upplýsingar um forsugur og aðrar ryksugur frá Husqvarna.

 

Forsuga Husqvarna C3000

HUSQVARNA

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða Bæklingur Myndband

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur