Gólfslípivél Husqvarna PG280

Gólfslípivél  PG280 er frábær og nett gólfslípivél frá Husqvarna áður framleidd af  HTC og er því sambærileg gólfslípivél HTC280.

Gólfslípivél PG280 er lítil og lipur gólfslípivél

Gólfslípivél PG280 er lítil og lipur gólfslípivél með 2,2 kW mótor sem er fullkomin fyrir einfaldari gólfslípun. Auðvelt er að stilla gólfslípivélina fyrir kantslípun.

Gólfslípivélar sem henta mjög vel fyrir minni fleti

Gólfslípivélar Husqvarna PG280 eru sérstaklega góðar fyrir minni fleti þar sem til dæmis þarf að jafna steinsteypu eða þar sem fjarlægja þarf húð svo sem málningu, kítti, epoxý osfrv.

Ertu að leita að gólfslípivél með tímamæli?

Gólfslípivél PG280 er með tímamæli sem segir þér hversu lengi slípun hefur verið í gangi. Auk þess er þessi gólfslípivél mjög auðveld í flutningi þar sem einfalt er að fella hana saman.

Það er fljótlegt að skipta um verkfæri á gólfslípivél PG280

Á gólfslípvél PG280 er einfalt og fljótlegt að skipta um og tengja við önnur slípiverkfæri.

Gólfslípivél sem heldur ryki í lágmarki

Gólfslípivél PG280 heldur ryki í lágmarki en við mælum með að tengja hana við iðnaðarryksugu með Hepa filter t.d. Husqvarna iðnaðarryksugu S26.

 

Tæknilegar upplýsingar
Lýsing PG280 PG280 S
Þyngd 72 kg 76 kg
Mótorstærð 2,2 kW/1x230V
Afköst 1,54 kW 1,54 kW
Vinnslubreidd  280 mm 280 mm
Fasar 1 1
Fjöldi slípidiska 1 1
Snúningur Ein snúningsátt
Ráðlagðar ryksugur HTC D20/Husqvarna S26
HTC D30/Husqvarna S36
HTC D20/Husqvarna S26
HTC D30/Husqvarna S36
Vörunúmer 96970494601 96967947501

Vinsamlegast hafið samband við sölumenn okkar hjá Wendel í síma 551-5464 til að fá nánari upplýsingar.

 

Gólfslípivél Husqvarna PG280

HUSQVARNA

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða Bæklingur Myndband

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur