Að setja Longopac slöngupoka á ryksugur

Fræðsluefni um hvernig  setja eigi nýja áfyllingu af Longopac slöngupokum í iðnaðarryksugur frá Husqvarna.

Rúlla með Longopac slöngupokum er 22 metra löng og passa þarf uppá að skipta um pokarúllu áður en komið er að 22 metra merkingunni.

Þegar skipta er um pokarúllu er byrjað á því að losa um bandið sem heldur slöngupokunum á vélinni og taka gömlu rúlluna af. Þegar nýja rúllan er sett á þarf að passa uppá að festa pokana með bandinu aftur og gera fyrsta pokann kláran með því að loka fyrir opið neðst á pokarúllunni.

Hér má sjá myndband sem sýnir vel hvernig eigi að bera sig að við að setja nýja rúllu af slöngupokum í ryksugur.

 

Tæknilegar upplýsingar

Ef þú hefur einhverjar spurningar eða óskar eftir nánari leiðbeiningum vinsamlegast hafðu þá samband við sölumenn okkar hjá Wendel ehf í síma 551-5464.

 

Að setja Longopac slöngupoka á ryksugur

HUSQVARNA

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða Myndband

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur