KIRPY

Fyrirtækið Kirpy var stofnað árið 1912 í Frakklandi og er í dag brautryðjandi í framleiðslu á hágæða grjótbrjótum. Kirpy leggur mikið upp úr gæðum, áreiðanleika og afköstum og er með gæðaeftirlit á öllum stigum framleiðslunnar. „KIRPY grjótbrjótar" eru vel þekktir á alþjóðavettvangi og má nefna að margir af stærstu aðilum í mannvirkjagerð nota vélar frá þeim.