ØVERAASEN
ØVERAASEN í Noregi var stofnað 1908 af frumkvöðlunum Hans og Even Øveraasen. Í meira en 80 ár hefur Överaasen eingöngu hannað og þróað snjóhreinsibúnað og er í dag leiðandi aðili í sölu slíks búnaðar. Överaasen framleiðir ýmis snjómoksturstæki fyrir mismunandi aðstæður sem henta þörfum og kröfum hvers viðskiptavinar. Það er gaman að geta þess að fyrsti snjóplógur heims var smíðaður af Øveraasen og festur á bíl árið 1923.