RIONED

Rioned hefur starfað í yfir 60 ár og er leiðandi framleiðandi á holræsabúnaði í Evrópu. Rioned leggur mikla áherslu á gæði og þeir nota ISO 9001: 2015 gæðakerfi til að tryggja áreiðanleika og gæði vörunnar jafnvel við erfiðustu aðstæður. Rioned leggur metnað sinn í að framleiða hágæða, öruggan, endingargóðan og nýstárlegan hreinsibúnað fyrir holræsi. 

Meðal þess holræsabúnaðar sem Rioned framleiðir eru háþrýstidælur, dælubílar auk holræsasnigla og gormavéla. Einnig er hægt að fá ýmis holræsaverkfæri svo sem hraðtengi, hnífa, perugorma og króka svo eitthvað sé nefnt. Kíktu á vöruúrvalið hér fyrir neðan og heyrðu í okkur ef þú hefur spurningar.