KRAFT TOOL

Kraft Tool Co® er bandarískt fyrirtæki sem leggur mikla áherslu á að framleiða hágæða handverkfæri fyrir múrverk og malbikun. Fyrirtækið var stofnað árið 1981 og nú fjörutíu árum síðar heldur Kraft Tool áfram að viðhalda háum stöðlum um að framleiða eingöngu gæðavörur í Bandaríkjunum.
Meðal þeirra verkfæra sem Kraft Tool framleiðir eru flotbretti, flotglattarar, fúgubretti, margar tegundir glattara, gólfsköfur, malbikunarhrífur, múrskeiðar, rifsteinar, steypukústar, sladdarar og margt fleira.
Kraft Tool er með einkaleyfi fyrir ProForm® handföng sem þeir nota á glattara og flotbretti. ProForm® eru skær-appelsínugul mjúk griphandföng sem veita einstaklega þægilegt grip. Auðvelt er að koma auga á skær-appelsínugult handfangið á vinnustaðnum og verkfærin týnast því síður.
Markmið Kraft Tool er einfalt, að viðhalda gæðum, veita góða þjónustu og bjóða upp á nýstárlegar vörur. Verkfærin frá Kraft Tool eru framleidd fyrir fagmenn og ætluð til daglegrar notkunar við steypuvinnu, múrviðgerðir, flísalagnir og malbikunarvinnu.