Malbikunarhrífa 75cm ótent með bláu álskafti

75 cm Malbikunarhrífa án tanna frá Kraft Tool

Þessi malbikunarhrífa er með 30" eða 75 cm breiðum Extru-Lite™ haus úr magnesíum sem er 30% léttari en haus úr áli. Malbikunarhrífan er svo með létt og sterkt skærblátt álskaft sem auðvelt er að koma auga á á vinnustaðnum.

Þetta er létt en mjög öflug malbikunarhrífa sem er ætluð til notkunar við malbikunarframkvæmdir.

Þessi malbikunarhrífa er með ótennt blöð eða slétt blöð á báðum brúnum.

Á malbikunarhrífunni eru spelkur sem ná frá endum blaðsins upp að skaftinu sem ætluð eru til að veita aukinn stuðning við flutning og rökun á malbiki, möl og öðrum efnum.

Álskaftið er „Anodized“ og  mun því ekki gera hendur svartar af oxun.

Hágæða malbikunarverkfæri frá Kraft Tool.

 

Tæknilegar upplýsingar
Malbikunarhrífa 75 cm / 30"
Breidd á blaði 75 cm
Lengd á skafti 210 cm
Efni í skafti Blátt álskaft
Vörunúmer 63GG625N

 

Malbikunarhrífa 75cm ótent með bláu álskafti

KRAFT TOOL

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur