SOLIDA

Solida er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var árið 1946 og er með aðsetur í Remscheid í Þýskalandi.

Solida verkfæri fyrir ýmsar gerðir rafmagnsbrotvéla

Í 75 ár hefur Solida framleitt hágæða verkfæri fyrir ýmsar gerðir rafmagnsbrotvéla og hefur staðið fyrir fyrsta flokks gæðum sem byggja á margra ára sérfræðiþekkingu og hæfni.

Solida verkfæri með SDS tengjum fyrir rafmagnsbrotvélar

Solida framleiðir mikið úrval fjölbreyttra verkfæra t.d. flísafleyga, rásmeitla, dúkasköfur með SDS max eða plús tengjum til að framkvæma verkefni á áhrifaríkan hátt og spara þannig tíma og peninga.