- Vetrarbúnaður
- Verkfæri
- Kjarnaborar, sagarblöð og slípivörur
- Gólfslípun
- Vinnuvélar og tæki
- Umferðaröryggi
- Gatnahreinsibúnaður
- Holræsabúnaður
- Merkisprey
- Mælitæki
- Fyrir húsfélög
- Efnavörur
- Fræðsluhornið
- Flugvallarbúnaður
- Notuð tæki
Gólfslípivél Husqvarna BMG780
Gólfslípivél BMG780 frá Husqvarna er rafknúin gólfslípivél með 780 mm vinnslubreidd og 487 kg að þyngd. Þessi gólfslípivél er hluti af Blastrac línunni frá Husqvarna.
Husqvarna BMG780 gólfslípivélar eru fjölhæfar gólfslípivélar með þrem slípidiskum. Þessar gólfslípivélar eru ætlaðar til að slípa stór steingólf.
Gólfslípivél BMG780 kemur með hraðastýringu (speed control system). Auðvelt er að vinna með BMG780 gólfslípivélina á lágum titringi en á sama tíma með mesta þrýsting á slípidisknum.
BMG780 gólfslípivél er með snjall-hnappaborði sem er auðvelt í notkun sem sýnir allar nauðsynlegar upplýsingar eins og afl, volt, snúninga á mínútu o.s.frv. Að auki er handfangið á vélinni sem er stillanlegt, með vörn fyrir strjórntakkana.
Þetta er tilvalin gólfslípivél fyrir fyrirtæki sem fást við að fjarlægja húðun af steinsteyptum gólfum og/eða almenna gólfslípun.
Gólfslípivél BMG780RC er aðeins önnur útfærsla af sömu vél. Gólfslípivél BMG780RC er stjórnað með fjarstýringu sem gefur um leið allar viðeigandi upplýsingar um stöðu vélarinnar eins og afl, volt, snúninga á mínútu o.s.frv. Auk þess er þessi vél knúinn rafhlöðu sem gerir stjórnanda vélarinnar kleift að fara inn og út af stöðum þar sem hægt er að tengja við rafmagn. Fótstigi hjálpar til við að lyfta vélinni og skipta um slípiverkfæri.
Hægt er að tengja Husqvarna og HTC iðnaðarryksugur við þessar gólfslípivélar.
Tæknilegar upplýsingar
Gólfslípivél | BMG780 | BMG780RC |
---|---|---|
Þyngd | 487 kg | 639 kg |
Afköst | 15 kW | 17 kW |
Vinnslubreidd | 780 mm | 780 mm |
Fjöldi slípidiska | 3 | 3 |
Hámarks sn-hraði á slípidisk | 1.200 rpm | 1.200 rpm |
Ráðlagðar ryksugur | Með loftsog 76 mm þvermál | Með loftsog 76 mm þvermál |
Með hraðastýringarkerfi | Já | Já |
Með fjarstýringu | Nei | Já |
Vörunúmer | 96970616904 | 96970617001 |
Vinsamlegast hafið samband við sölumenn okkar hjá Wendel í síma 551-5464 til að fá nánari upplýsingar um gólfslípivélar.
Fleiri myndir