- Vetrarbúnaður
- Verkfæri
- Gólfslípun
- Umferðaröryggi
- Merkisprey
- Vinnuvélar og tæki
- Gatnahreinsibúnaður
- Holræsabúnaður
- Mælitæki
- Fyrir húsfélög
- Rannsóknartæki
- Efnavörur
- Fræðsluhornið
- Flugvallarbúnaður
- Notuð tæki
Afrifsvél BS75 fyrir gólfdúka
Afrifsvél BS75 frá Husqvarna fyrir gólfdúka og önnur gólfefni.
BS75 er öflug afrifsvél sem tilvalin er fyrir meðalstór verkefni bæði innanhúss og utan. Þessi afrifsvél er gerð úr harðgerðum málmi og því mjög endingargóð.
Afrifsvél BS75 er sjálfkeyrandi með hraðastýringu og getur farið bæði áfram og aftur á bak. Hún er viðhaldslítil og einfalt er að taka hana í 3 hluta til að auðvelda flutning upp og niður stiga eða til að setja inn í bifreið.
Hægt að bæta við 10 kg þyngd á afrifsvélina til að auka skilvirkni á erfiðum gólfefnum.
Á þessa afrifsvél er hægt að velja úr fjölbreyttu úrvali af hnífum allt eftir því hvers konar gólfefni ætlunin er að fjarlægja. Hægt er að nota þessa afrifsvél til að fjarlægja flest gömul gólfefni eins og linoleum og vinyl gólfdúka, kork, teppi, lím ofl.
Tæknilegar upplýsingar
Afrifsvél fyrir gólfefni | BS 75 |
Afl | 1,5kW |
Straumur | 230 v |
Vinnubreidd, eftir tegund hnífs | frá og með 50 mm |
Þyngd | 128 kg |
Hljóðstyrkur | 70 dB(A) |
Titringur | 4 m/s² |
Vörunúmer | 96970615001 |
Vinsamlegast hafið samband við sölumenn okkar hjá Wendel í síma 551-5464 til að fá nánari upplýsingar um afrifsvélar fyrir gólfefni.
Fleiri myndir