- Vetrarbúnaður
- Verkfæri
- Gólfslípun
- Umferðaröryggi
- Merkisprey
- Vinnuvélar og tæki
- Gatnahreinsibúnaður
- Holræsabúnaður
- Mælitæki
- Fyrir húsfélög
- Rannsóknartæki
- Efnavörur
- Fræðsluhornið
- Flugvallarbúnaður
- Notuð tæki
Slípiklossar EZ PREP fjarlægja ofan af steingólfum
Slípiklossar EZ PREP eru ætlaðir til að fjarlægja efni af steingólfum. Þessir slípiklossar eru með hágæða demöntum.
Verkfærasería EZ PREP eða SUPERPREP frá Husqvarna tilheyrir EZ system verkfæra línunni.
EZ PREP slípiklossar eru fyrir gólfslípivélar og ætlaðir til að fjarlægja ýmis efni svo sem lím og málningu ofan af steingólfum og undirbúa gólf fyrir önnur gólfefni.
EZ PREP slípiklossar samanstanda af fjórum mismunandi slípiklossum þ.e. PREP 0, PREP S1, PREP M1 og PREP H1 sem ætlaðir eru fyrir mismunandi álag og aðstæður.
PREP 0 eru fjölhæfir og vandaðir slípiklossar sem ætlaðir eru til að fjarlægja efni af steingólfum allt að 2 mm á þykkt t.d. málningu, lím og epoxý. Þessir slípiklossar virka mjög vel á harða fleti og ójafna slítandi fleti.
PREP S1, M1 og H1 eru sérstaklega hannaðir til að slípa burt og fjarlægja efni allt að 1 mm að þykkt. Þessir slípiklossar virka vel fyrir mjúka og slítandi fleti, miðlungs og harða steypu
Með SUPERPREP slípiklossum er hægt að takast á við að fjarlægja erfið efni af yfirborði gólfa. Þykkt húðar af málningu eða lími sem þarf að fjarlægja ákvarðar hvaða tól og tæki er best að nota. Gott er að ganga úr skugga um að viðunandi ryksuga sé tengd við gólfslípivélina sem notuð er til að ná sem bestum árangri.
Hér er hægt að finna festingar fyrir EZ PREP slípiklossa.
Tæknilegar upplýsingar
Tegund slípunar | EZ PREP | Litur | Yfirborðs þykkt | Yfirborð | Tengi | Vörunúmer | Mynd |
Fjarlægja efni | PREP S1 | Grænn | 0-1 mm | Slítandi yfirborð (abrasive) | EZchange | ![]() |
|
Fjarlægja efni |
PREP M1 |
Grænn | 1-3 mm | Miðlungs til hart yfirborð | EZchange | 96598885702 | ![]() |
Fjarlægja efni | PREP H1 | Grænn | 1-3 mm | Miðlungs til hart yfirborð | EZchange | 96598885802 | ![]() |
Fjarlægja efni | PREP 0 | Grænn | 0-2 mm | Miðlungs til hart yfirborð | EZchange | 96598885402 | ![]() |
Skannaðu QR kóðann og náðu í Husqvarna appið
sem hjálpar þér að velja réttu slípiverkfærin.
Fleiri myndir