Hilltip snjótennur SP fyrir pallbíla og jeppa

Hilltip SP snjótennur

Snjótennur Hilltip SP eru ætlaðar fyrir pallbíla og jeppa.

Hilltip SP Straight Blade snowplows eru mjög öflugar snjótennur með undirsláttarbúnaði á skerum, stálgormum og tveimur skekkingartjökkum. Þessar snjótennur eru með LED breiddarljósum, LED ökuljósum og tvívirkum lyftitjakki með stillanlegum niðurþrýstingi.

Þessar snjótennur eru með slitblöð úr stáli en einnig er hægt að fá gúmmíslitblöð.

Snjótennur frá Hilltip eru framleiddar í Finnlandi.

Snjótennur frá Hilltip eru gerðar fyrir finnskar aðstæður og henta því einstaklega vel fyrir snjómokstur á Íslandi.

 

Tæknilegar upplýsingar
Snjótennur Þyngd Breidd Hæð
1650 - SP 128 kg 140 - 165 cm 55 cm
1850 - SP 135 kg 160 - 185 cm  55 cm
2100 - SP 140 kg 185 - 210 cm 55 cm
2250 - SP 147 kg 200 - 225 cm 55 cm
2400 - SP 160 kg 215 - 240 cm 55 cm

 

Hilltip snjótennur SP fyrir pallbíla og jeppa

HILLTIP

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða Bæklingur Myndband

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur