Færanleg umferðarljós LZA500LED

Færanleg umferðarljós LZA 500-LED frá Nissen.

Þetta eru hágæða umferðarljós með rauðu, gulu og grænu ljósi.  Umferðarljósin eru færanleg og henta því vel til stjórnunar á umferð í kringum vegaframkvæmdir.

Umferðarljós LZA 500-LED eru nett og handhæg og eingöngu 38 kg að þyngd án rafgeymis.

Hægt er að velja úr 52 merkjaröðum sem eru forrituð í ljósin en auk þess er hægt að útbúa nýjar ljósaraðir sem henta hverju sinni.  Þessi umferðarljós eru með innbyggt umferðarháð kerfi og því er hægt er að láta þau stjórnast af umferð þegar það hentar.

Umferðarljós LZA500LE eru virk í 550 klst með rafgeymi 12 V, 180 Ah og 700 klst með rafgeymi 12 V, 230 Ah.

Nissen umferðarljós eru framleidd í Þýskalandi.

 

Tæknilegar upplýsingar
Umferðarljós, færanleg LZA 500 LED
Rafgeymir (fylgir ekki með) 12 V
Ljósstyrkur Rautt ljós 400 cd
Gult ljós 300 cd
Grænt ljós 300 cd
Þyngd án rafgeymis 38 kg
Vörunúmer 41 145562-355

 

Færanleg umferðarljós LZA500LED

NISSEN

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða Bæklingur

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur