TMA Árekstrarpúði Rambo II frá Nissen

Árekstrarpúði (öryggispúði) Rambo II, aftaná bíla frá Nissen, er mikilvægur öryggisbúnaður til að auka vinnuöryggi og umferðaröryggi við framkvæmdir á vegum.

Árekstrarpúðar eða höggdeyfandi árekstrarvernd TMA þ.e. Truck Mounted Attenuator.

Árekstrarpúði RAMBO II er öryggisbúnaður sem uppfyllir alþjóðlega staðla og sker sig úr vegna margra kosta.

Búnaðurinn skapar mikið umferðaröryggi fyrir starfsfólk og vinnutæki á vettvangi við lokun akbrauta auk öryggis fyrir vegfarendur. Þessi árekstrarpúði samanstendur annars vegar að sértækri lýsingu með ljósaör og hins vegar öryggispúða ef um aftanákeyrslu er að ræða.

RAMBO II árekstrarpúðinn er festur á ökutækið með tengikví og vökvabúnaður sér síðan um að fella það út til notkunar.  Þegar árekstrarpúðinn er ekki í notkun heldur vökvakerfið púðanum í lóðréttri stöðu sem sparar pláss.

Mælt er með RAMBO II árekstrarpúða til notkunar á 7,5 tonna eða stærri vinnutækjum.

Hægt er að útbúa RAMBO II öryggispúðann með nánast öllum öryggisljósum, ljósaörvum og LED öryggisskiltum svo það henti sem allra best við mismunandi aðstæður hverju sinni.

Á vef Vegagerðarinnar má sjá reglur um vinnusvæðamerkingar - 17. útg. mars 2021. Á bls 24 er hægt að sjá reglur um höggdeyfandi árekstrarvernd eða TMA.

 

Tæknilegar upplýsingar

Vinsamlegast hafið samband við sölumenn okkar hjá Wendel í síma 551-5464 til að fá nánari upplýsingar um árekstrarpúða, höggdeyfandi árekstrarvernd TMA.

 

TMA Árekstrarpúði Rambo II frá Nissen

NISSEN

Upplýsingar framleiðanda

Bæklingur

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur