- Vetrarbúnaður
- Verkfæri
- Gólfslípun
- Umferðaröryggi
- Merkisprey
- Vinnuvélar og tæki
- Gatnahreinsibúnaður
- Holræsabúnaður
- Mælitæki
- Fyrir húsfélög
- Efnavörur
- Fræðsluhornið
- Flugvallarbúnaður
- Notuð tæki
Merkjavagn B2 frá Nissen
Merkjavagn flokkur B2 fyrir vinnusvæðamerkingar. Þetta er stór merkjavagn sem hægt er að nota þegar sýnileiki þarf að vera mjög mikill m.a. við framkvæmdir á umferðarþungum vegum.
Þessi merkjavagn er með viðvörunartöflu í samræmi við RSA 95 og ZTV-SA, stærð 2500 x 1700 mm. Merkjavagninn er með viðvörunarljósum, blikkljósum, gátskjöldum og ljósaörvum.
Merkjavagnar eru dregnir af öðru ökutæki eða skildir eftir á eða við akbraut þannig að þeir vari vegfarendur tímalega við framkvæmdum sem eru í gangi.
Merkjavagn B2 er með undirvagn og yfirbyggingu úr galvaniseruðu stáli.
Merkjavagni B2 fylgir rafgeymir og innbyggt hleðslutæki.
Merkjavagnar frá Nissen eru hágæða merkjavagnar sem framleiddir eru í þýskalandi.
Merkjavagn af tegund B er flokkaður sem stærri merkjavagn og er notaður þegar sýnileiki þarf að vera mjög mikill, til dæmis við vinnu á umferðarþungum vegum s.s. á hraðbrautum, aðreinum að hraðbrautum eða vegum með þrjár akreinar eða fleiri.
Á vef Vegagerðarinnar má sjá reglur um vinnusvæðamerkingar - 17. útg. mars 2021. Á bls 34 er hægt að sjá reglur um merkjavagna.
Tæknilegar upplýsingar
Merkjavagn | Nissen B2 |
Flokkur | B |
Heildarlengd | 4200 mm |
Heildarbreidd | 1700 mm |
Breidd brautar | 1400 mm |
Hleðslusvæði (LxB) | 1760 x 1000 mm |
Heildarþyngd | 750 - 1000 kg |
Þyngd tómur vagn | 400 - 450 kg |
Hámarks burðargeta | 350 - 550 |
Vinsamlegast hafið samband við sölumenn okkar hjá Wendel í síma 551-5464 til að fá nánari upplýsingar um merkjavagna.
Fleiri myndir