Merkjavagn - Skiltakerra

Merkjavagn eða skiltakerra frá Nissen flokkur A og B til að vara við framkvæmdum við almenna vegavinnu og jafnvel við vinnu á umferðarþungum vegum.

Merkjavagn með viðvörunarljósum

Merkjavagnar frá Nissen eru vagnar eða kerrur sem koma með viðvörunarljósum, blikkljósum, gátskildum og/eða ljósaörvum. Gert er ráð fyrir rafhlöðum á merkjavagnana.

Merkjavagnar til að vara við framkvæmdum

Skiltakerra eða merkjavagn er dreginn af öðru ökutæki eða skilinn eftir á eða við akbraut þannig að hann vari við framkvæmdum sem eru í gangi.

Merkjavagnar í mörgum stærðum og gerðum

Merkjavagnar eru til í mörgum útfærslum og margar stærðir eru fáanlegar fyrir mismunandi aðstæður. Þeim er skipt í tvo flokka A og B og undir hvorum flokki fyrir sig eru mismunandi stærðir og gerðir.

Merkjavagnar A

Hægt að skoða merkjavagna í flokki A á heimasíðu Nissen. Merkjavagnar A eru flokkaðir sem stærri merkjavagnar, eru með mjög langan endingartíma og með burðargetu allt að 1,2 tonn.  

Merkjavagnar B

Hægt er að skoða merkjavagna í flokki B á heimasíðu Nissen. Merkjavagnar B eru flokkaðir sem minni merkjavagnar, eru með mjög langan endingartíma og með burðargetu allt að 800 kg.

Reglur um vinnusvæðamerkingar

Vegagerð reglur um vinnusvæðamerkingar 17. útg. mars 2021. Á bls 34 má sjá reglur um merkjavagna. Vegagerðin skilgreinir gerð A sem minni og B sem stærri gerð sem er öfugt við skilgreiningu Nissen.

Merkjavagn eða skiltakerra

Mismunandi er hvort þessi búnaður er kallaður merkjavagn eða skiltakerra en bæði orðin eru nokkuð lýsandi fyrir þennan búnað.

Nissen merkjavagn hágæða búnaður

Merkjavagn frá Nissen er hágæða skiltakerra framleidd í Þýskalandi. Þær eru með langan endingartíma enda hágæða íhlutir notaðir og undirvagn, dráttarbeisli og grind galvaniseruð.

 

 

Tæknilegar upplýsingar

Vinsamlegast hafið samband við sölumenn okkar hjá Wendel í síma 551-5464 til að fá nánari upplýsingar.

 

Merkjavagn - Skiltakerra

NISSEN

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða Bæklingur

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur