Merkjavagn - Skiltakerra

Merkjavagn eða skiltakerra frá Nissen flokkur A og flokkur B.

Merkjavagn er vagn með viðvörunarljósum, blikkljósum, gátskildum og/eða ljósaörvum. Skiltakerra eða merkjavagn er dreginn af öðru ökutæki eða skilinn eftir á eða við akbraut þannig að hann vari við framkvæmdum sem eru í gangi.

Merkjavagnar eru notaðir til að vara við framkvæmdum við almenna vegavinnu og jafnvel við vinnu á umferðarþungum vegum.

Gert er ráð fyrir rafhlöðum á merkjavagnana.

Merkjavagnar eða skiltakerrur eru til í mörgum útfærslum og margar stærðir eru fáanlegar fyrir mismunandi aðstæður.

Hágæða merkjavagnar, framleiddir í þýskalandi fyrir vinnusvæðamerkingar.

Hér er hægt að skoða merkjavagna í flokki A eða minni merkjavagna.  

Hér er svo hægt að skoða merkjavagna í flokki B sem eru flokkaðir sem stærri merkjavagnar.

Á vef Vegagerðarinnar má sjá reglur um vinnusvæðamerkingar - 17. útg. mars 2021. Á bls 34 er hægt að sjá reglur um merkjavagna.

 

 

Tæknilegar upplýsingar

Vinsamlegast hafið samband við sölumenn okkar hjá Wendel í síma 551-5464 til að fá nánari upplýsingar.

 

Merkjavagn - Skiltakerra

NISSEN

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða Bæklingur

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur