Snjóblásari Westa 1050

Snjóblásari Westa 1050 er stór og öflugur snjóblásari fyrir dráttarvélar með vélarafl frá 150 - 360 hestöfl.

Snjóblásari til að festa framan eða aftan á dráttarvél

Þennan stóra og öfluga snjóblásara fyrir dráttarvélar er hægt að festa hvort heldur sem er framan eða aftan á dráttarvél.

Snjóblásari fyrir mikið álag og mikla notkun

Snjóblásari 1050 frá Westa er hannaður fyrir mikið álag í hörðum snjó og mikla samfellda notkun.

Snjóblásari með vinnslubreidd frá 2,7m upp í 2,9m

Hægt er að velja um mismunandi vinnslubreidd á snjóblásara 1050 en hann býður uppá 2,7m, 2,8m og 2,9 metra breidd. Þvermál snigils er 1050 mm og þyngd hans er 1800 - 1950 kg.

Öflugur snjóblásari fyrir dráttarvélar

Öflugur snjóblásari sem tilvalinn er fyrir snjómokstur á Íslandi þar sem hann hentar vel fyrir erfið veðurskilyrði. Vökvastýrður snúningur er á túðu og vökvastýrt spjald á túðu er valmöguleiki.

 

Tæknilegar upplýsingar
Snjóblásari Westa 1050
Aflþörf 150 - 360 hö
Vinnslubreidd 2,7m/2,8m/2,9m
Þvermál snigils 1050 mm
Þyngd  1800-1950 kg

Vinsamlegast hafið samband við sölumenn okkar hjá Wendel í síma 551-5464 til að fá nánari upplýsingar um Westa snjóblásara.

 

Snjóblásari Westa 1050

WESTA

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða Bæklingur

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur