Snjóblásari Westa 900

Snjóblásari frá Westa tegund 900 er öflugur snjóblásari fyrir dráttarvélar með vélarafl frá 90 til 220 hestöfl.

Snjóblásari með sjálfvirka álags-kúplingu

Snjóblásari 900 hefur innbyggða sjálfvirka álagskúplingu sem tryggir betri snjómokstur við erfið mokstursskilyrði.  Hann er með vökvastýrðan snúning á túðu og vökvastýrt spjald á túðu er valmöguleiki.

Snjóblásari með öfluga yfirbyggingu

Snjóblásari 900 er með öfluga yfirbyggingu og vinnslubreidd 2.300 til 2.700 mm. Snjóblásarinn er með þvermál snigils 900 mm og þvermál kasthjóls 850 mm.

Snjóblásari á dráttarvélar

Snjóblásari 900 á dráttarvélar er öflugur snjóblásari sem tilvalinn er fyrir snjómokstur á Íslandi þar sem hann hentar vel fyrir íslenskar aðstæður.

Snjóblásari sem hægt er að fá glussadrifinn

Hægt er að fá alla snjóblásara frá Westa glussadrifna eða vökvadrifna og er þá hægt að setja glussadrifinn snjóblásara frá Westa á hjólaskóflu.

Veldu réttan snjóblásarann

Mikilvægt er að velja snjóblásara sem hentar en hjá okkur er mikið úrval af bæði Westa snjóblásurum og snjóblásurum frá Överaasen og hægt er að velja margar mismunandi stærðir og eiginleika.

 

Tæknilegar upplýsingar
Snjóblásari Westa 900
Aflþörf 90 - 220 hö
Vinnslubreidd 2.300 - 2.700 mm
Þvermál snigils 900 mm
Þvermál kasthjóls 850 mm
Þyngd  1250-1700 kg

Vinsamlegast hafið samband við sölumenn okkar hjá Wendel í síma 551-5464 til að fá nánari upplýsingar um Westa snjóblásara.

 

Snjóblásari Westa 900

WESTA

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða Bæklingur

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur