Snjóblásari Westa 7370

Snjóblásari frá Westa tegund 7370 er öflugur snjóblásari fyrir dráttarvélar með vélarafl frá 70 til 120 hestöfl.

Snjóblásari með sjálfvirka álags-kúplingu

Snjóblásari 7370 frá Westa er með sjálfvirka álags-kúplingu. Hann er einnig með vökvastýrðan snúning á túðu auk þess sem vökvastýrt spjald á túðu er valmöguleiki.

Snjóblásari með tenntum eða sléttum slithringjum

Snigill snjóblásarans er með skrúfuðum slithringjum sem eru tenntir eða sléttir í samræmi við kröfur viðskiptavina og kasthjólið er úr fínkorna hástyrktu stáli.

Snjóblásari með 700 mm kasthjól

Snjóblásari 7370 frá Westa er með vinnslubreidd 1,6m, 1,8m, 2,0m, 2,2m, 2,3m og 2,5 metrar. Þvermál snigils er 730 mm og þvermál kasthjóls er 700 mm.

Snjóblásari fyrir snjómokstur á Íslandi

Snjóblásari 7370 er tilvalinn til að hlaða snjó á vörubíla. Þetta er öflugur snjóblásari fyrir snjómokstur á Íslandi þar sem hann hentar vel fyrir íslenskar aðstæður.

 

Tæknilegar upplýsingar
Snjóblásari Westa 7370
Aflþörf 70 - 120 hö
Vinnslubreidd 1,6m/1,8m/2,0m/2,2m/2,3m/2,5m
Þvermál snigils 730 mm
Þvermál kasthjóls 700 mm
Þyngd  660-900 kg

Vinsamlegast hafið samband við sölumenn okkar hjá Wendel í síma 551-5464 til að fá nánari upplýsingar um Westa snjóblásara.

 

Snjóblásari Westa 7370

WESTA

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða Bæklingur

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur