Rafdrifin gólfsög Sundt GS811

Rafdrifin gólfsög GS811 frá Sundt of Norway.

Öflug gólfsög með 800 mm sagarblaði til sögunar í steingólf

Gólfssög GS811er hágæða steinsög sem ætluð er til að saga í steingólf og/eða steinsteypt gólf. Þessi gólfsög er ætluð fyrir 800 mm sagarblað og er með 320 mm sögunardýpt.

Gólfsög framleidd samkvæmt ISO 9001

Þessi öfluga gólfsög er framleidd hjá Sundt með það að markmiði að mæta kröfum frá evrópska og alþjóðlega markaðnum. Þessar gólfsagir eru framleiddar samkvæmt ISO 9001 staðli.

Öflug gólfsög sem stjórnandi getur staðið á

Sundt GS811 gólfsög er með handvirku framdrifi. Stjórnandi getur staðið á palli aftan á gólfsöginni til að fylgja söginni vel eftir.

Gólfsög sem hægt er að drífa áfram og eða aftur á bak

Gólfsögin er með hjólum á hliðunum sem notandi getur snúið fram og til baka til að drífa sögina áfram eða aftur á bak.

Gólfsög sem auðvelt er að færa til hliðar

Gólfsög GS811 er með þægilegan þyngdarpunkt sem auðveldar stjórnanda mjög að færa hana til hliðar. Gólfsögin er með sköftum sem hægt er að draga út til að lyfta söginni upp og taka beygjur.

 

Tæknilegar upplýsingar
Gólfsög Sundt GS811
Rafdrifinn mótor Loftkældur
Hámark þvermál blaðs 800 Ø
Hraði 1400 rpm
Skurðar dýpt 320 mm
Þyngd 185 kg

 

Rafdrifin gólfsög Sundt GS811

SUNDT

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða Bæklingur Myndband

 

 

Tengdar vörur