- Vetrarbúnaður
- Verkfæri
- Gólfslípun
- Umferðaröryggi
- Merkisprey
- Vinnuvélar og tæki
- Gatnahreinsibúnaður
- Holræsabúnaður
- Mælitæki
- Fyrir húsfélög
- Rannsóknartæki
- Efnavörur
- Fræðsluhornið
- Flugvallarbúnaður
- Notuð tæki
Rafdrifin gólfsög Sundt GXL25(LS)
Rafdrifin sjálfvirk gólfsög GXL 25 (LS) frá Sundt of Norway
Gólfssög GXL25 er hágæða steinsög sem ætluð er til að saga í steingólf og/eða steinsteypt gólf. Þetta er stór og öflug gólfsög með 18,5 kW rafmagnsmótor.
Sundt GXL25 gólfsög er með rafmagnskeyrslubúnaði. Stjórnandi getur staðið á palli aftan á gólfsöginni til að fylgja söginni vel eftir. Gólfsögin er með stýripinna (Joy stick) sem stjórnandi notar til að stýra henni.
Þessi gólfsög, steinsög, er með neyðarhnapp til að stöðva vélina og einnig er hægt að festa neyðarband í stjórnanda sem sér til þess að vélin stöðvist ef stjórnandi dettur af eða fer snögglega af gólfsöginni.
Gólfsög GXL25 frá Sundt of Norway er hágæða steinsög sem hægt er að kalla eins manns verksmiðju. Sagaðu meira og sagaðu hraðar með þessari frábæru gólfsög.
Tæknilegar upplýsingar
Gólfsög | Sundt GXL 25 (LS) |
Rafdrifinn mótor | 18.5 KW, loftkældur |
Hámark þvermál blaðs | 1000/1200 Ø |
Hraði | 1150/980 rpm |
Hámarks skurðar dýpt | 530 mm |
Þyngd | 470 - 480 kg |
Fleiri myndir