Pækildreifarar SprayStriker 500-2000L frá Hilltip

Pækildreifarar.Hilltip SprayStriker™ 500-2000L til að setja á pallbíla og til að hengja aftan í bíla.

Pækildreifarar til afísingar á vegum og hjólastígum

Pækildreifarar.Hilltip SprayStriker™ 500-2000L eru ætlaðir til afísingar og hálkuvarna á vegum, göngustígum og hjólastígum.

Pækildreifararnir frá Hilltip fást í fjórum stærðum

Þessir pækildreifarar SprayStriker™ 500-2000L fást í fjórum mismunandi stærðum þ.e. 500 lítra, 1.000 lítra, 1.500 lítra og 2.000 lítra.

Pækildreifari með 14 tvöföldum stillanlegum spíssum

Pækildreifari Hilltip SprayStriker™ 500-2000L er útbúinn með 2ja metra úðagreiðu með 14 tvöföldum stillanlegum spíssum. Auk þess er hann með fullkomnum stjórnbúnaði á íslensku.

Pækildreifari m/tank til að fyrirbyggja frost í úðabúnaði

Þetta er pækildreifari með tveimur 12V dælum. Einnig er pækildreifarinn með auka tank fyrir hreinsiefni til að hreinsa út kerfið með frostlegi til að fyrirbyggja frost í úðabúnaði.

Hálkuvörn sem sparar allt að 75% af salti

Þegar saltpækillausn er notuð sem hálkuvörn er hægt að spara allt að 75% af salti sem notað er á hverri leið sem dregur verulega úr áhrifum á umhverfið!

 

Tæknilegar upplýsingar
Pækildreifari  500 1000 1500 2000
Hæð 1050 mm 1050 mm 1050 mm 1050 mm
Breidd 1060 mm 1060 mm 1060 mm 1060 mm
Lengd 1000 mm 1600 mm 2250 mm 2850 mm
Stærð tanks 500 l 1000 l 1500 l 2000 l
Úðunar breidd (max) 5 m 5 m 5 m 5 m
Afköst 5-36 l/min 5-36 l/min 5-36 l/min 5-36 l/min
Þyngd án efnis 180 kg 230 kg 280 kg 350 kg

 

Pækildreifarar SprayStriker 500-2000L frá Hilltip

HILLTIP

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða Bæklingur Myndband

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur