Malbiksvaltari ARX140 frá Ammann 13.300 kg

Malbiksvaltari ARX140 er nýr og stór malbiksvaltari frá Ammann sem er 13,3 tonn að þyngd. Þessir malbiksvaltarar henta mjög vel þar sem mikilla þjöppunarafkasta er krafist svo sem við gerð flugbrauta.

Malbiksvaltari með stýrishús einangrað frá hita og titringi

Malbiksvaltari ARX140 er með fingurgóma-stýringu eða svokallaða Fingertip Steering, FTS. Hann er með rúmgott og einstaklega hljóðlátt stýrishús sem er upphengt og einangrað frá hita og titringi.

Malbiksvaltari með endurbætta hönnun á stýrishúsi

Malbiksvaltari ARX140 er með endurbætta hönnun á stýrishúsi sem bætir öryggi og framleiðni en óviðjafnanlegt útsýni er þaðan en fjórir ROPS-póstar eru staðsettir nálægt hurðunum en ekki í hornunum.

Malbiksvaltarar með háþróaða stjórnstöð

Malbiksvaltarar ARX140 eru með háþróaða stjórnstöðin með samþættum stjórnbúnaði sem staðsettur er nálægt stjórnanda valtarans sem auðveldar aðgengi að þeim, styttir viðbragðstíma og eykur öryggi.

Malbiksvaltari með skjá til að stýra öllum allar aðgerðir

Malbiksvaltarinn er með nýjan 10 tommu skjá þar sem hægt er að stýra öllum aðgerðum á einfaldan, öruggan og fljótlegan hátt. Skjárinn sýnir virkni og veitir yfirsýn yfir vökvamagn og viðvaranir.

Malbiksvaltari með sæti sem hægt er að snúa 270 gráður

Malbiksvaltari ARX140 er með sæti fyrir stjórnanda sem er vel stillanlegt og snýst 270 gráður til að hámarka sýnileika úr stýrishúsinu. Skjárinn hreyfist með sæti stjórnandans til að auðvelda sýn.

Malbiksvaltarar með nýja og einstaka eiginleika

Allir þessir nýju eiginleikar ARX140 malbiksvaltarans þ.e. stýrishúsið, stjórnborðið og snúningssætið eru lykillinn að því að keyra valtarann áfram og aftur á bak án takmarkana.

Malbiksvaltari ARX140 kynntur til leiks í september 2022

Malbiksvaltari ARX 140 var kynntur til leiks af Ammann í september 2022 en þar kynnti Ammann tvo nýja þunga og stóra malbiksvaltara ARX 140 og ARX 160.

 

Tæknilegar upplýsingar
Malbiksvaltari ARX140 Upplýsingar
Lengd valtara 5150 mm
Hæð valtara 3000 mm
Breidd valtara 2260 mm
Breidd tromlu 2130 mm
Þvermál tromlu 1400 mm
Þyngd 13 .300 kg
Hámarks ferða hraði 12 km/klst
Vél Perkins 904J
Mengunarstaðlar EU Stage V, U.S. EPA Tier 4 Final
Tíðni I 35–40 Hz
Tíðni II 40–50 Hz
Eldsneytistankur 180 lítrar
Vatnstankur 1.010 lítrar

Vinsamlegast hafið samband við sölumenn okkar hjá Wendel í síma 551-5464 til að fá nánari upplýsingar um malbiksvaltara.

 

Malbiksvaltari ARX140 frá Ammann 13.300 kg

AMMANN

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða Bæklingur

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur