Malbiksvaltari ARX90 frá Ammann 9.720 kg

Malbiksvaltari ARX90 frá Ammann er afkastamikill og öflugur valtari fyrir verktaka og aðra framkvæmdaraðila. 

Þessi ARX90 malbiksvaltari er 9.720 kg að þyngd.

Ammann ARX 90 malbiksvaltari hefur einstaka eiginleika sem geta aukið virði fyrir eigendur þessara tækja. ARX90 valtarinn er með skilvirkt kerfi fyrir þjöppun og með mikla þjöppunareiginleika. Hver tromla er með sjálfstæða víbrings dælu. Valtarinn er einnig með öflugan tveggja þrepa vibrator og auðvelt er að stilla sveifluvídd og tíðni.

Malbiksvaltari ARX90 er með eins-drifs dælu sem auðveldar þjónustu og viðhald. Stýrishúsið er þægilegt sem auðveldar stjórnanda valtarans að vera einbeittur og afkastamikill við vinnuna. Mismunadrifslæsing er staðalbúnaður í malbiksvaltara ARX90.

Í boði eru ACEpro eða ACEforce Intelligent Compaction kerfi sem auðvelda rekstraraðilum að fylgjast með og meta framvindu.  Bæði þessi kerfi frá Ammann eru samhæfð við algengasta GPS-búnað fyrir kortlagningu og ábendingar fyrir rekstraraðila.

Frábært og óhindrað útsýni er úr stýrishúsi á malbiksvaltara ARX90 sem eykur öryggi á vinnusvæðinum. Valtarinn er með fjölvirkan skjá og innbyggðar háþróaðar aðgerðir sem gera þennan valtara notendavænni og öruggari. Auðvelt aðgengi er að vélarrými og auðvelt er að ná til svæða sem þurfa viðhald.

Hægt er að fá ARX 90 í Combi útfærslu ARX 90C en þá er valtarinn með gúmmíhjól að aftan. Sjá nánari upplýsingar hér.

 

Tæknilegar upplýsingar
Malbiksvaltari ARX90 Upplýsingar
Lengd valtara 4720 mm
Hæð valtara 3000 mm
Breidd valtara 1800 mm
Breidd tromlu 1680 mm
Þvermál tromlu 1220 mm
Þyngd 9720 kg
Hámarks ferða hraði 10.5 km/klst
Vél Deutz TCD3.6 L4
Mengunarstaðlar EU Stage V / U.S. EPA Tier 4 Final
Tíðni I 38–42 Hz
Tíðni II 45–54 Hz
Eldsneytistankur 220 lítrar
Vatnstankur 840 lítrar

Vinsamlegast hafið samband við sölumenn okkar hjá Wendel í síma 551-5464 til að fá nánari upplýsingar um malbiksvaltara.

 

Malbiksvaltari ARX90 frá Ammann 9.720 kg

AMMANN

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða Bæklingur Myndband

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur