Malbiksvaltari ARP75 frá Ammann 7.375 kg

Malbiksvaltari ARP75 frá Ammann er afkastamikill og öflugur valtari fyrir verktaka og aðra framkvæmdaraðila. 

Þessi AP75 malbiksvaltari er 7375 kg að þyngd.

Aðalsmerki Ammann ARP 75 malbiksvaltara er háþróaður stjórnbúnaður sem felur í sér fingurgómastýringu eða „fingertip steering“ (FTS) og háþróaða stjórnstöng (joystick) með snjallaðgerðum. Valtarinn er auk þess með fjölnota 10“ snertiskjá sem auðveldar strjórnanda að framkvæma aðgerðir fljótt og auðveldlega.

Malbiksvaltari ARP75 er með nýja hönnun af vatnstönkum að framan og aftan fyrir úðunarkerfið en þessir vatnstankar geyma meira vatnsmagn en sambærilegir valtarar á markaðnum en það lágmarkar áfyllingu á vatni við vinnslu valtarans.

Malbiksvaltari ARP75 er með fjölbreyttar stillingar fyrir titring fyrir nákvæmari stýringu á þjöppun við völtun og meiri gæði.

Í boði eru ACEpro eða ACEforce Intelligent Compaction kerfi sem auðvelda rekstraraðilum að fylgjast með og meta framvindu völtunar.  Bæði þessi kerfi frá Ammann eru samhæfð við algengasta GPS-búnað fyrir kortlagningu og ábendingar fyrir rekstraraðila.

Frábært og óhindrað útsýni er úr stýrishúsi á malbiksvaltara ARP75 sem eykur öryggi á vinnusvæðinum.

Malbiksvaltarar ARP75 eru með ýmsa kosti umfram aðra valtara á markaðnum svo sem snallaðgerðir sem bæta skilvirkni og draga úr eldsneytisnotkun, viðhaldsvæna hönnun sem veitir betri aðgang að vélarrými og sjálfgreiningarkerfi sem greinir fljótt hugsanleg vandamál.

Hér er hægt að lesa fréttaumfjöllun frá Ammann um þennan nýja og glæsilega valtara sem kynntur var til sögunnar á BAUMA 2022.

 

Tæknilegar upplýsingar
Malbiksvaltari ARP75 Upplýsingar
Lengd valtara 4100 mm
Hæð valtara 3000 mm
Breidd valtara 1670 mm
Breidd tromlu 1500 mm
Þvermál tromlu 1100 mm
Þyngd 7375 kg
Ferða hraði 10 km/klst
Vél Kubota V3307-CR-T
Mengunarstaðlar EU Stage V, U.S. EPA Tier 4 Final
Tíðni I 38-48 Hz
Tíðni II 45-55 Hz
Eldsneytistankur 180 lítrar
Vatnstankur 900 lítrar

Vinsamlegast hafið samband við sölumenn okkar hjá Wendel í síma 551-5464 til að fá nánari upplýsingar um malbiksvaltara.

 

Malbiksvaltari ARP75 frá Ammann 7.375 kg

AMMANN

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða Bæklingur Myndband

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur