Kjarnaborvél Cardi T9 475-EL

Cardi T9 475-EL er mjög öflug kjarnaborvél í málmhúsi fyrir borastærð 20-500 mm. Cardi kjarnaborvélarnar eru framleiddar á Ítalíu.

4ra gíra kjarnaborvél

Kjarnaborvél T9 475-EL er með fjóra gíra með 190/370/600/1010 snúningum undir álagi á mínútu, mekaníska öryggiskúplingu og öflugan mótor með mjúkræsi. Þetta er kjarnaborvél með UNC 1¼" tengi.

Kjarnaborvélar fyrir steinsteypu og malbik

Kjarnaborvélar Cardi T9 475-EL eru fyrir kjarnaborun með vatni og henta vel fyrir borun í styrkta steinsteypu, steina, malbik, múr, marmara og sýnatöku úr kjarna.

Standur fyrir kjarnaborvél T9 475-EL

Adamas B32T er mjög hentugur standur fyrir þessa kjarnaborvél, sjá nánari upplýsingar um standinn hér.

Kjarnaborvél fest með vacuum festingu

Einnig er hægt að fá vacuum festingu frá Adamas sem hentar vel til að festa statíf fyrir kjarnaborvélar T9 475-EL á staði þar sem ómögulegt er að vinna með höggfestingum.

 

Tæknilegar upplýsingar
Kjarnaborvél T9 475-EL
Stærð mótors          3.420 W
Snúningshraði án álags 290/560/920/1.530 sn/mín
Snúningshraði með álagi 190/370/600/1010  sn/mín
Borastærðir 25 -500 mm
Tengi UNC 1¼"
Þyngd 14 kg
Vörunúmer 46000a45200EL

 

Kjarnaborvél Cardi T9 475-EL

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða Myndband

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur