Jarðvegsvaltari ARS220 frá Ammann

Jarðvegsvaltari ARS220 frá Ammann

Ammann ARS 220 jarðvegsvaltarar eru með 22 tonna valtarar. 

Ammann ARS 220 T4F jarðvegsvaltari hentar vel til vinnu þar sem öflugur þjöppunarkraftur er nauðsynlegur t.d. þar sem verið er að gera undirlag fyrir þungaflutningaframkvæmdir eins og á flugvöllum og við hafnir.

ARS220 jarðvegsvaltarinn er með fjölbreytta tíðni og margskonar þjöppunargetu sem gerir hann að hinum fullkomna valtara fyrir hinar ýmsu aðstæður.

Jarðvegsvaltari ARS 220 er með öruggan, rúmgóðan og hljóðdempaðan stjórnklefa með gríðarlega góðu útsýni sem veitir aukið öryggi á vinnusvæðinu. Fjölvirkur stjórn- og upplýsingaskjár er innbyggður í stýri valtarans.

Ýmsir valmöguleikar eru til að gera þennan ARS 220 valtara enn afkastameiri. T.d. er hægt að fá HX útgáfu af tromlum en þær skara fram úr á vinnustöðum þar sem þörf er á miklum togkrafti.

Jarðvegsvaltari ARS 220 er með ACEforce  Intelligent Compaction kerfið sem bætir skilvirkni og gæði. Það býður upp á breytilega tíðni og mismunandi þjöppunargetu fyrir fjölbreyttar aðstæður.  Þessi valtari er með mikil þjöppunarafköst og býður uppá meiri þjöppun á þykkt undirlag sem þýðir færri umferðir.

Aftur hlífin á þessum valtara opnast vel sem auðveldar og hraðar daglegu viðhaldi.

Jarðvegsvaltari ARS 220 er 21.930 kg að þyngd sem er svokölluð vinnuþyngd en þá er valtarinn með húsi og hálfan tank af eldsneyti.

Ammann jarðvegsvaltarar eru frábærir valtara sem henta vel til vinnu á Íslandi.

 

Tæknilegar upplýsingar
Jarðvegsvaltari ARS220 Tier 4F 
Lengd valtara 6738 mm
Hæð valtara 2985 mm
Breidd valtara 2300 mm
Breidd tromlu 2130 mm
Þvermál tromlu 1600 mm
Vél Deutz TCD 6.1 L6
Mengunarstaðlar Tier 4F
Vinnu þyngd 21.930 kg
Max ferðahraði 12 km/klst
Max vinnuhraði 7 km/klst.
Eldsneytistankur 350 l

Vinsamlegast hafið samband við sölumenn okkar hjá Wendel í síma 551-5464 til að fá nánari upplýsingar um jarðvegsvaltara.

 

Jarðvegsvaltari ARS220 frá Ammann

AMMANN

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða Bæklingur

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur