Snjóblásari 5628/5632 fyrir snjótroðara

Snjóblásari tegund 5628/5632 frá Westa eru snjóblásarar fyrir snjótroðara.

Snjóblásarar fyrir minni snjótroðara

Snjóblásarar 5628 og 5632 frá Westa eru ætlaðir fyrir smærri snjótroðara t.d. Kässbohrer PB100 eða Prinoth Husky.

Snjóblásari fyrir skíðasvæði

Öflugur snjóblásari fyrir snjótroðara ætlaður til að flytja snjó í brekkur á skíðasvæðum, fræsa út lyftuleiðir, færa til snjó, hreinsa bílastæði og margt fleira.

Snjóblásari framan á snjótroðara

Snjóblásari 5628/5632 hentar einstaklega vel fyrir dreifingu og uppbyggingu á snjó á skíðasvæðum. Þessi snjóblásari er ætlaður framan á snjótroðara og er með mikla vinnslubreidd eða 2,8 – 3,2 metra.

Snjóblásari með tvær öflugar túrbínur

Þessi snjóblásari er með tvær öflugar túrbínur sem geta höndlað mikið magn af snjó. Tvær vökvastýrðar túður tryggja nákvæma staðsetningu á snjónum.

Snjóblásari með tvær túður

Snjóblásari 5628/5632 er með vökvastýrðan snúning á túðum. Vökvastýrt spjald á túðum er valmöguleiki. Þvermál snigila 550 mm og þvermál kasthjóla 600 mm.

 

Tæknilegar upplýsingar
Snjóblásari Westa 5628/5632
Fyrir Snjótroðara
Vinnslubreidd 2.800 -3.200 mm
Þvermál snigla 550 mm
Þvermál kasthjóla 600 mm
Kastlengd 35 - 40 m
Þyngd 890 kg og 910 kg

Vinsamlegast hafið samband við sölumenn okkar hjá Wendel í síma 551-5464 til að fá nánari upplýsingar um Westa snjóblásara.

 

Snjóblásari 5628/5632 fyrir snjótroðara

WESTA

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur