- Vetrarbúnaður
- Verkfæri
- Gólfslípun
- Umferðaröryggi
- Merkisprey
- Vinnuvélar og tæki
- Gatnahreinsibúnaður
- Holræsabúnaður
- Mælitæki
- Fyrir húsfélög
- Rannsóknartæki
- Efnavörur
- Fræðsluhornið
- Flugvallarbúnaður
- Notuð tæki
Skurðavaltarar ARR1575 frá Ammann
Skurðavaltarar ARR 1575 (Trench rollers) frá Ammann eru litlir öflugir valtarar eða þjöppur.
Þessir skurðavaltarar eru liðskiptir litlir valtarar sem eru alltaf í snertingu við jarðveg og veita ákjósanlega þjöppun.
Skurðavaltari getur náð góðum árangri þar sem aðrar þjöppur hafa ekki náð árangri og jafnvel bilað. Hæfni þessara skurðavaltara til að vinna í leirkenndum jarðvegi getur komið í veg fyrir þörfina á að fjarlægja og skipta um jarðveg sem getur haft veruleg fjárhagsleg áhrif.
Tveir stýrishólkar gera skurðavaltara ARR 1575 mjög nákvæman auk þess sem titringseiginleiki valtarans veitir framúrskarandi stöðugleika á ójöfnu yfirborði í skurðum.
Skurðavaltarar ARR 1575 hafa mikla þjöppunargetu.
ARR Skurðavaltari er með fjarstýringu og tvær mismunandi stillingar á þjöppunarafköstum sem veitir fjölbreytta notkun á byggingarsvæðum.
Rammax fann upp skurðavaltarann fyrir meira en 40 árum síðan og ávallt hafa verið sett markmið til að bæta skilvirkni þeirra. Í dag er Ammann eini framleiðandinn sem býður upp á bæði liðskipta skurðavaltara og rennistýrða skurðavaltara.
Þessi tæki frá Ammann og aðrar dísel brennsluvélar frá Ammann geta notað umhverfisvænt HVO lífeldsneyti sem er vatnsmeðhöndluð jurtaolía sem búin er til úr úrgangi og dregur úr losun CO2 um allt að 90%.
Tæknilegar upplýsingar
Skurðavaltari | ARR 1575 |
Lengd | 1980 mm |
Hæð | 1317 mm |
Breidd | 601 mm |
Breidd trommlu | 640 / 850 mm |
Þvermál tromlu | 525 mm |
Þyngd | 1340 kg |
Vinnuhraði | 1.4 km/h |
Tiðni | 40 Hz |
Eldsneytistankur | 28 l |
Þessi tæki eru ekki til á lager.
Vinsamlegast hafið samband við sölumenn okkar hjá Wendel í síma 551-5464 til að fá nánari upplýsingar um skurðavaltara.
Fleiri myndir