Rafdrifnar hjólbörur ES-500/ES-500 slim

Rafdrifnar hjólbörur ES-500/ES 500 slim frá Twinca eru litlar rafmagnshjólbörur sem henta vel við þröngar aðstæður.  Þessar rafdrifnu hjólbörur eru þróaðar með áherslu á nýstárlega hönnun og sjálfbærni með allt að 500 kg burðargetu.

Rafmagnshjólbörur ES-500 og ES 500 slim eru með vökvalyftu með losunarhæð allt að 1307 mm sem tryggir örugga, auðvelda og vandræðalausa losun og eru því eru m.a. upplagðar til að losa efni í gáma.

ES-500 slim útgáfan af Twinca rafmagnshjólbörum er enn grennri en útgáfa E-500 slim og kemst því í gegnum þrengri op og ganga. Heildarbreidd hennar er 742 mm og hún er hönnuð fyrir  kirkjugarða, garða/garðyrkju sem og niðurrif inni og úti o.s.frv..

Í rafdrifnar hjólbörur frá Twinca eru eingöngu notaðar hágæða rafhlöður með langan þjónustutíma (800 til 1000 hleðslur) til að lágmarka rekstrar- og viðhaldskostnað. AC stýri tryggir hámarks tog og hraða, jafnvel við litla rafhlöðuspennu.

Twinca rafmagnshjólbörur koma með uppblásnum breiðum hjólum sem valda ekki skemmdum á viðkvæmu yfirborði eins og grasi.

Twinca rafdrifnar hjólbörur menga ekki og við hönnunina er leitast við að draga úr áhrifum á umhverfi og heilsu.

Frábærar mótor hjólbörur með hljóðlausum akstri.

Þessar rafdrifnu hjólbörur eru  ýmist kallaðar rafbörur, rafhjólbörur, vélbörur, vélhjólbörur, rafmagnshjólbörur, mótor hjólbörur eða rafknúnar hjólbörur.

 

Tæknilegar upplýsingar
Rafdrifnar hjólbörur  ES-500/ES-500 slim
Hraði 0-6 km/klst
Rafhlaða 2 x 12 V /112 Ah
Hleðslutími 4-5 klst
Rúmtak 250 lítrar
Burðargeta Allt að 500 kg
Lyftihæð 2708/2712 mm
Sturtuhæð 1304/1307 mm
Hleðsluhæð 976/979 mm
Þyngd 417/463 kg
Hæð 976/979 mm
Lengd 1790 mm
Breidd 797/742 mm

 

Rafdrifnar hjólbörur ES-500/ES-500 slim

TWINCA

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða Myndband

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur