Ammann jarðvegsvaltarar

Jarðvegsvaltarar ARS frá Ammann

Hægt er að fá Ammann jarðvegsvaltara ARS í mörgum stærðum og gerðum : ARS 30, ARS 50, ARS 70, ARS 110, ARS 130, ARS 150, ARS 170, ARS 200 TIER 4f og ARS 220 TIER 4f.

ARS jarðvegsvaltarar eru allt frá 3.480 kg og upp í 21.930 kg.

ARS jarðvegsvaltarar eru með nýjar tæknilausnir sem eru afkastameiri en áður. Þessir valtarar uppfylla nýjustu losunarstaðla og draga úr eldsneytisnotkun. Valtarar ARS eru einnig ákaflega meðfæranlegir og stöðugir.

Jarðvegsvaltarar ARS eru með breytilegt svið tíðni og miðflóttaafls sem veitir nauðsynlega þjöppunargetu og gerir vélarnar afkastamiklar í mismunandi aðstæðum og á fjölbreyttu og misþykku undirlagi.

Ammann kom með nýja hönnun jarðvegsvaltara árið 2019 þar sem meðal nýjunga er nýtt hús með innbyggðri veltigrind sem gerir það að verkum að útsýni til allra átta er mun betra en áður. Einnig er búið að koma stjórnbúnaði betur fyrir.

Þessa valtara frá Ammann er hægt að fá með þjöppumælum og útprentunarbúnaði.

 

Tæknilegar upplýsingar

Vinsamlegast hafið samband við sölumenn okkar hjá Wendel í síma 551-5464 til að fá nánari upplýsingar um jarðvegsvaltara.

 

Ammann jarðvegsvaltarar

AMMANN

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða Bæklingur Myndband

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur