Rafknúinn illgresiseyðir með heitu vatni

WeedStriker™350&500 illgresiseyðir er búnaður sem sérstaklega er hannaður til að fjarlægja illgresi.

Þetta er rafknúinn illgresiseyðir með heitu vatni frá Hilltip með snjallsímastýringu StrikeSmart™.

Þessi illgresiseyðir er umhverfisvæn illgresisvörn.  Þetta er hreyfanlegur illgresiseyðingarbúnaður með  heitu vatni sem hannaður er til að setja á pallbíla, sendibíla, tengivagna, dráttarvélar og önnur svipuð farartæki.

WeedStriker™ illgresiseyðingarbúnaðurinn er útbúinn heitavatnskatli og 12V dælu sem stjórnað er með StrikeSmart™ snjallsímaappi en snjallsími fylgir með.

Hægt er að fá mismunandi illgresisvarnarstúta gera það auðvelt að losna við illgresi á gangstéttum,  gangbrautum og sprungum í innkeyrslum. Heitt vatn drepur illgresi á umhverfisvænan hátt án aðkomu eiturefna og því er óhætt að nota meðhöndlaða svæðið strax eftir eyðingu á illgresi.

Hægt er að tengja illgresiseyðinn við ferilskráningarbúnaðinn HTrack™ . Þar er hægt að fylgjast með og stjórna öllum Hilltip búnaði í gegnum netið í tölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma. Ferilskráningarbúnaðurinn skráir leiðir og úðunar upplýsingar í rauntíma eða á ákveðnum tímapunktum. Hægt er að útbúa PDF skýrslur þar sem dregnar eru saman upplýsingar um leiðir,hraða og GPS staðsetningu.

Staðlaður búnaður með illgresiseyði WeedStriker™

  • Stútasett fyrir illgresi WD 01, 4-6 l/mín., 96 – 105 °C
  • Flýti starthnappur með forstillingu
  • Stillanlegt vatnsrennsli 4-8 l/mín
  • Hitastýring allt að 110°C
  • Dísil hitari 54 KW
  • Slönguhjól 20 m
  • StrikeSmart™ snjallsímastjórnun með stillanlegum breytum

 Aukabúnaður sem hægt er að fá fyrir illgresiseyði WeedStriker™

  • Stútasett fyrir illgresi WD 04, 5-8 l/mín, 96 – 105 °C.

 

Tæknilegar upplýsingar
Illgresiseyðir 350 500
Rúmmál tanks 350 lítrar 500 lítrar
Breidd 106 cm 106 cm
Hæð 83 cm 105 cm
Lengd 124 cm 140 cm
Þrýstingur 4 bar 4 bar
Afköst 4-8 l/mín 4-8 l/mín
Rafmagn 12V 12V
Þyngd (tómur tankur) 200 kg 205 kg
Vörunúmer 90HIL H41192

Vinsamlegast hafið samband við sölumenn okkar hjá Wendel í síma 551-5464 til að fá nánari upplýsingar.  

 

Rafknúinn illgresiseyðir með heitu vatni

HILLTIP

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða Bæklingur Myndband

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur