5. maí. 2021

Wendel ehf í samstarfi við Husqvarna Construction

Við hjá Wendel erum afar ánægð og spennt yfir nýju samstarfi við Husqvarna Construction.

Wendel hefur verið valinn umboðsmaður fyrir Husqvarna ryksugur, vatnssugur og gólfslípivélar ásamt tilheyrandi slípiverkfærum. Kemur það í framhaldi af því að Husqvarna Construction framleiðir nú gólfslípivélar og iðnaðarryksugur sem áður voru framleiddar undir merkjum HTC. 

Þetta verða áfram sömu öflugu vélarnar og áður en skarta nú appelsínugulum lit Husqvarna en voru áður með svarta og gráan lit HTC.  Husqvarna gerði  myndband um þessa breytingu.

Upplýsingar um vöruúrval Husqvarna á slípivélum, ryksugum og vatnssugum frá Husqvarnacp.

 

Myndasafn